Mánudagur, 25. júlí 2011
Síðbúið laugardagsblogg
Vegna tæknilegra örðuleika þá kemur hér loks blogg sem sett var inn í byrjun síðasta túrs. Þetta er semsagt laugardagsbloggið. Og er beðist velvirðingar á þessum ruglingi.
Við kláruðum að landa og fórum út frá Vestmannaeyjum klukkan fimmtánhundruð. Í gær var mikið um að vera í Vestmannaeyjahöfn. Tvö skemmtiferðaskip og slatti af frökturum og fiskiskipum voru á ferðinni inn og út úr höfninni. Ásamt þjóðveginum Herjólfi og túristabátnum Víkingi.
Hér er Lóðsinn að draga Skemmtiferðaskipið Princess Danae afturábak út úr höfninni. Best að segja eins og er að það er nú ekki alvanalegt að prinsessur séu dregnar út á afturendanum.
Þjóðvegurinn og Víkingur á útleið. En virðast stefna inní hellinn.
Fósturlandsins Freyja er flutt til Valletta. Hvar í veröldinni skyldi það nú vera?
Um bloggið
Starfsmannafélagið Gullmolinn
Tenglar
Skip
- Álsey VE 2 Álsey frá Vestmannaeyjum.
- Guðmundur VE Ný bloggsíða hjá Guðmundi VE
- Hákon EA Hákon frá Grenivík
- Huginn VE Huginn frá Vestmannaeyjum
- Ingunn AK 150 Ingunn af Skaganum
Upplýsingar
- Hvar eru skipin Automatic Identification System
- Akureyrarhöfn Upplýsingar um Akureyrarhöfn
- Ísfélag Vestmannaeyja Heimasíða Ísfélagsins
- Langanesbyggð Heimasíða Langnesinga
- Vefmyndavél Þórshafnarhöfn Vefmyndavél við höfnina á Þórshöfn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.