Síðbúið laugardagsblogg

Vegna tæknilegra örðuleika þá kemur hér loks blogg sem sett var inn í byrjun síðasta túrs. Þetta er semsagt laugardagsbloggið. Og er beðist velvirðingar á þessum ruglingi.

Við kláruðum að landa og fórum út frá Vestmannaeyjum klukkan fimmtánhundruð. Í gær var mikið um að vera í Vestmannaeyjahöfn. Tvö skemmtiferðaskip og slatti af frökturum og fiskiskipum voru á ferðinni inn og út úr höfninni. Ásamt þjóðveginum Herjólfi og túristabátnum Víkingi.

Hafnartraffik 023

Hér er Lóðsinn að draga Skemmtiferðaskipið Princess Danae afturábak út úr höfninni. Best að segja eins og er að það er nú ekki alvanalegt að prinsessur séu dregnar út á afturendanum.

Hafnartraffik 007

 

Þjóðvegurinn og Víkingur á útleið. En virðast stefna inní hellinn.

Hafnartraffik 026

Fósturlandsins Freyja er flutt til Valletta. Hvar í veröldinni skyldi það nú vera?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Starfsmannafélagið Gullmolinn

Höfundur

Starfsmannafélagið Gullmolinn
Starfsmannafélagið Gullmolinn
Blogg Gullmolans starfsmannafélags áhafnar Þorsteins ÞH 360 frá Þórshöfn. Netfang gullmolinn360@gmail.com
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...img_7064
  • ...img_7079-1
  • ...img_7063
  • ...img_7075
  • ...912_1213644

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Spurt er

Hverjir verða Englandsmeistarar
Á kokkurinn að hafa saltfisk laugardögum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband