Fimmtudagur, 3. maí 2012
3. mai.
Það er kominn tími á smábloggg. Ekkert verið bloggað síðan fimmtánda mars. Apríl blogglaus mánuður. Við fórum út að kvöldi fyrsta maí. Og fórum í austur og erum að trolla sunnan Vatnajökuls. Í blíðskaparveðri og fiskirí í góðu meðallagi. Aflinn er samansettur af eintómum vænum gulum og bláum fiskum. Ekkert sem heitir undirmál lengur í landhelgi Íslands. Svo kvu einhverjir vitringar hafa friðað lúðuna. Og svartfugla. Hvað ætli verði friðað næst.
Fyrir þá sem ekki vita hvaða fiskur þetta er, þá var þetta þorskur er hann lifði og synti í hafinu. En karlinn hann Óðinn segði að þorskur af þessari stærð væri talinn undirmálsfiskur í Lónafirði. Þar væri allt svo stórt.
Þá er þoskurinn á fyrri myndinni kominn á sinn stað í einangrað fiskiker og Stjáni að fara að kafísa hann.
Um bloggið
Starfsmannafélagið Gullmolinn
Tenglar
Skip
- Álsey VE 2 Álsey frá Vestmannaeyjum.
- Guðmundur VE Ný bloggsíða hjá Guðmundi VE
- Hákon EA Hákon frá Grenivík
- Huginn VE Huginn frá Vestmannaeyjum
- Ingunn AK 150 Ingunn af Skaganum
Upplýsingar
- Hvar eru skipin Automatic Identification System
- Akureyrarhöfn Upplýsingar um Akureyrarhöfn
- Ísfélag Vestmannaeyja Heimasíða Ísfélagsins
- Langanesbyggð Heimasíða Langnesinga
- Vefmyndavél Þórshafnarhöfn Vefmyndavél við höfnina á Þórshöfn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.