Drekasvæði

Við erum búnir að vera að leita að makríl. Á miðunum djúpt undan austurlandinu. En lítið fannst. Í morgunsárið vorum við komnir á  miðin norðaustur af landinu. Og kastaði Guðmundur í morgun og náði sér í vinnsluskammt fyrir næsta sólarhring. Við köstuðum svo um kvöldmatarleitið og erum enn að toga. Vonandi verður hægt að segja aflafréttir á morgun.

009

Á hvað eru þeir að horfa?

008

Stebba G?

007

Nei, Guðmund VE.

 

 


Frá Þórshöfn kl. 16:30

Löndun lauk rúmlega fjögur og þá var lagt af stað í nýjan túr. Makríltúr.

009

533 Gr. makríll.

Vestmannaeyjahöfn 2 004

Og þetta er Hlýri.

Pokapökkun 002

Þjóðvegurinn til Eyja. Rökkurmynd.

 

 


Yfirgáfum Guðmund í morgun

Komið þið sæl og blessuð við hífðum um 220 tonn í nótt og yfirgáfum þá á Guðmundi í morgun og þökkum við þeim samstarfið í bili að minsta kosti.Við verðum á Þórshöfn milli kl 9 og 10 í kvöld....kv

P s Valur ef þú lest þetta þá höfum við bara komið inn þessum 2 myndum

 


Gengur bara ágætlega

Þá erum við búnir að hífa okkar troll 1 sinni og var það gert í morgun og voru 210 tonn í því núna er Guðmundur með sitt troll úti og eru þeir á sínu öðru holi.Við vonum bara það besta...kv..

Erum að toga með Guðmundi VE

Við fórum í það að skipta um troll í gær því við erum  að toga með Guðmundi núna.Þeir á Guðmundi voru að hífa áðan svo köstum við okkar trolli næst en við höfum enn ekki fengið fréttir hvað Guðmundur fékk mikið.


Blíða á Þórshöfn

Við komum í land á Þórshöfn um kl 10 í gærmorgun og það er verið að landa úr okkur núna.við erum með tæp 300 tonn.Það veða pínu mannaskipti núna Rúnar og Snæþór fóru heim og Hörður og Eyþór eyjapeyi koma í staðinn í dag.Það er sumarblíða á Þórshöfn núna eins og alltaf.

Picture 346

Þórshöfn í morgunblíðunni

Picture 084

Hér er svo mynd af nýjasta áhafnarmeðlimnum

honum Eyþóri ástfangna


komnir á Austfjarðamið

Það er helst að frétta að við lönduðum rúmum 300 tonnum á Þórshöfn síðast og fórum frá Þórshöfn um hálftíu í gærmorgun og keyrðum austur fyrir land og erum búnir að taka 1 hol sem var um 60 tonn.það var leiðinda veður á leiðinni hingað en það er allt að skána og vonandi fiskiríið líka.Við erum enn í vandræðum með að setja inn myndir en verið er að vinna í því.......

Picture 341

Það var fínasta ufsaveiði á Þórshöfn

Picture 345

Sumir eru svo þreyttir við nefnum engin nöfn


Komnir á hafið

Þá eru við komnir á hafið aftur og búnir að taka 3 hol með svona þokkalegum árangri.En hún var frekar skrautleg inniveran við fórum nokkrir í fótbolta og okkur vantað einn og var þá gripinn upp Pólverji sem var á blakæfingu í tímanum á undan okkur og fórnuðu hann og Birgir sér fullmikið svo að þeir skullu saman með höfuðin og Pólverjinn slapp að mestu en Birgir var eftir alblóðugur en sem betur fer þurfti ekki að sauma hann og er hann nú óðum að braggast en skartar þessu fína glóðarauga.Svo má ekki gleyma því að prins of Darkness guidaði okkur um pleysið og er stefnt á aðra ferð með honum næst því við gleymdum myndavélinni.....kv...

 


Löndun á Þórshöfn

Við komum að bryggju á þórshöfn um ellefu leitið í gærkvöldi með um 250 tonn af síldar og makrílblöndu. það er verið að landa úr okkur núna og svo verður haldið á hafið þegar löndun líkur sennilega einhvertímann í kvöld.við vorum að toga einir í síðasta túr og verðum það áfram samkvæmt nýjustu fréttum. við erum að reyna að setja inn myndir en það er einhver púki í kerfinu en við reynum það áfram bestu kv.....

Kaldaskítur.

Við fórum frá Þórshöfn um miðnættið og köstuðum í morgunsárið. Tókum eitt hol og var frekar lítið í pokanum er híft var. Kipptum í ca. tvö tíma og köstuðum. Það er búið að kaldaskítur allt togið. En vind er heldur að lægja. Vonandi verður hægviðri í nótt og á morgun.

  Golfer Liðið okkar sem keppti á Mitsubishi open hefur lokið keppni.  Tee Off 2 Og eru menn nokkuð ánægðir með árangurinn. Tuttugasta og annað sæti.  Putting Með smá heppni  Golf Cheater .

  BBQ 1 Hæstvirtur háyfirbryti Siggi Páls komst líka í keppnina en gekk ekki eins vel og Arnari og Þorleifi.

Hér áttu að koma golfmyndir en tæknin er eitthvað að stríða oss þannig að við verðum að sleppa þeim lið.






« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Starfsmannafélagið Gullmolinn

Höfundur

Starfsmannafélagið Gullmolinn
Starfsmannafélagið Gullmolinn
Blogg Gullmolans starfsmannafélags áhafnar Þorsteins ÞH 360 frá Þórshöfn. Netfang gullmolinn360@gmail.com
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...img_7064
  • ...img_7079-1
  • ...img_7063
  • ...img_7075
  • ...912_1213644

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Spurt er

Hverjir verða Englandsmeistarar
Á kokkurinn að hafa saltfisk laugardögum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband