Vonumst til að komast á sjó í kvöld

Við Fórum á sjó á föstudagskvöldið fullir bjartsýni en komum í land á laugardaginn því eitthvað var gangráðurinn í vélinni að stríða okkur var hann sendur suður til Rvk og kom til baka í kvöld og er verið að setja hann í núna og vonum við svo innilega að það gangi upp því þetta er nú orðið ágætt í bili að minnsta kosti.En við Þorsteinsmenn erum með breitt bak og vitum að þolinmæði er dygð.bestu kv...

Þrif og vélarupptekt

Það er verið að þrífa skipið á fullu þessa stundina.Svo eru hér menn frá Héðni að rífa sundur vélina því að hún þarfnast víst upptektar og eru þeir á fullu í því.Það er alltaf sama blíðan í Eyjum þó að það hafi verið aðeins kalt í gær.En annars bestu kveðjur......

picture_373.jpg+

Verið að þrífa lestina

picture_374.jpg

Önnur þrifa mynd

picture_375.jpg

Mr Oddson og stimplar tveir

 

picture_376.jpg

Verið að hífa upp einn stimpil


Vertíðarlok

Þá er það komið í ljós að þessari vertíð er lokið hjá okkur á Þorsteini þetta árið.Við komum til Þórshafnar í nótt með smá slatta handa þeim í vinnsluna. svo þegar búið er að landa verður haldið af stað til  Eyja og skipt yfir á botntrollið.Blikka

Rólegt á miðunum

Það er helst að frétta að Álsey fór frá okkur í fyrradag til löndunar og við biðum svo bara eftir Júpíter  og kom hann til okkar seinnipartinn í gær og köstuðum við okkar trolli tvisvar í nótt með frekar döprum árangri en við vonumst eftir betri veiði í nótt.

picture_372.jpg

Verið að gera klárt til að kasta

 


Á leiðinni á miðin

Löndun var lokið um kl 18 00 í gær og fórum við strax út um leið og löndun lauk. Við siglum nú á leið á miðin og vonum bara það besta það voru smá mannaskipti síðast.Baldvin,Axel Þolli og Jón annarstýrimaður fóru af og komu aðrir í þeirra stað.Við komum svo með nánari fréttir um leið og eitthvað fer að gerast ,over and out.....

Aflafréttir

Það er nú orðin smá stund frá síðasta bloggi enda við búnir að vera í hálfgerðu reiðileysi og svo kom sólarhrings bræla á okkur.En Álseyjarmenn köstuðu sínu trolli í gærkveldi og hífðu um miðnætti um 400 tonn og fóru í land. við köstuðum svo okkar trolli í nótt og Júpíter er að toga með okkur.Við hífðum svo í morgun um 160 t.Svo er bara að bíða og sjá það er ekkert togað á daginn.Við köstum svo aftur í kvöld og vonum bara það besta....

picture_368.jpg

Hérna er mynd af Jóni lánsmanni af júpíter

picture_348_1032840.jpg

Verið að skjóta yfir

 


Ein smá frétt

...Góðann og blessaðann daginn allir nær og fjær.Nú eru við á siglingu á miðin og við fórum frá Þórshöfn um  kl, níu í gærkveldi.Það voru smá mannaskipti síðast Stebbi Hill kom í staðinn fyrir Sigga.Við komum svo með nánari fréttir og myndir um leið og eitthvað fer að gerast en annars bestu kveðjur ..

Á leið til Þórshafnar.

Við tókum eitt hol í morgun og fengum góðan vinnsluskammt handa frystihúsinu. Við verðum í landi í fyrramálið.

Hampiðjan 003

Pokinn sést betur á þessari mynd en á myndinni í síðasta bloggi.

Sept. lok 006

Bryggjumynd.

Laugardagsgetraun.

 Iceland Soccer Portugal 

Næsti landsleikur. Ísland gegn Portúgal.

Hvernig fer leikurinn?

 








30. September.

Það var búið að landa úr báðum skipum á þriðjudagskvöld og farið út um miðnættið. Við erum síðan búnir að leita að síld og er Guðmundur búinn að taka hol fyrir vinnsluna. Í kvöld tókum við eitt hol og fengum síld í alla fjarkana og bakborðs þristinn.

200 tonn 002

Pokinn á síðunni. Sést því miður illa í myrkrinu.

200 tonn 005

Mótökunefndin tekur fagnandi á móti síldinni.

200 tonn 004

Það fer vel um aflann í krapanum  Freezing Cold  






Laugardagskvöld

Frá því er síðast var bloggað, þá er þetta helst. Við erum búnir að taka tvö hol og fá þúsund tonn af fallegri síld. Guðmundur er líka búinn að fá hæfilegan afla til að halda vinnslu í fullum afköstum. Við er nú að draga með Guðmundi og ef svo fer sem horfir þá er þetta síðast holið hjá þeim líka. Þannig að þá er bara að fara að landa.

 Kvöld 25. sept 028

Hér mynd af stútfullri lest af krapa og 60 tonnum af síld.

Kvöld 25. sept 027

Kvöld.

Kvöld 25. sept 003

Svo er hér mynd af hinum tvílembingnum, honum Guðmundi. Hann var einu sinni Norskur og hét þá Hardhaus. Hvað sem það norska orð þýðir. Kannski einfaldlega harður haus. Harðhaus.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Starfsmannafélagið Gullmolinn

Höfundur

Starfsmannafélagið Gullmolinn
Starfsmannafélagið Gullmolinn
Blogg Gullmolans starfsmannafélags áhafnar Þorsteins ÞH 360 frá Þórshöfn. Netfang gullmolinn360@gmail.com
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...img_7064
  • ...img_7079-1
  • ...img_7063
  • ...img_7075
  • ...912_1213644

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Spurt er

Hverjir verða Englandsmeistarar
Á kokkurinn að hafa saltfisk laugardögum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband