Föstudagur, 23. september 2011
Við erum að landa.
Við komum til Þórshafnar klukkan sex í morgun og byrjuðum strax að landa. Löndun og vinnsla gengur vel, átján til tuttugu tonn á klukkustund. Það hefur verið rigning öðru hvoru, annars má segja að það sé fínasta veður miðað við árstíma. Hér var líka fraktarinn Green Bergen frá Nassau á Bahama.
Þetta er flott, búr fyrir kranastjórnandann sett á framlengingu. Sparar mann á lúgu til að segja kranamanni til. Flokkast sem slysavörn. ef menn skoða myndina sjáið þið litla flugvél á stöng á kranabómunni. það er vindhraða mælirinn á Green Bergen.
Búið að landa um það bil hundrað og fimmtíu tonnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 22. september 2011
Góður túr.
Við tókum þrjú hol með Guðmundi og erum nú á leið til Þórshafnar með besta túrinn á vertíðinni. Verðum komnir í land í fyrramálið.
Verið að dæla í framtankana. Myndin sýnir hvernig veðrið er.
Pokinn í kraftblökkinni.
Afrennslið frá skiljunni.
Getraun.
Segið mér af hverju Baldvin situr í trektinni? Einhver!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 20. september 2011
Út á ný.
Við kláruðum að landa síðustu nótt og fórum frá Þórshöfn klukkan fjögur. Mættum Álsey sem var á leið til Þórshafnar með skammtinn sinn. Hittum svo Guðmund klukkan sautjáhundruð og erum búnir að draga með honum síðan. Þeir eru að ná sér í hráefni til að vinna.
það er fínasta veður og vonandi verður svo áfram. Eyjapeyjar vorir eru sárir út af úrslitunum í fótknattleiknum í Eyjum í gær. Allt dómaranum að kenna. Hverjum öðrum.
Ný mynd af Guðmundi.
Fréttir af fiskiríi eru nú engar, en koma í næstu bloggfærslu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 18. september 2011
Löndun á Þórshöfn
Í morgun fylltum við þær lestar sem við megum setja afla í. Erum nú á leið til Þórshafnar og verðum þar um kvöldmatarleitið. Byrjum þá strax að landa.
Í gær stóðu stelpurnar okkar sig frábærlega í fótknattleiknum við Nojarastelpurnar. 3-1. Til hamingju Ísland. hvað annað.
Nýmálaður.
Eyjapeyjarnir okkar segjast sigra Knattspyrnufélag Reykjavíkur á morgun í Eyjum. Ef að hægt verur að opna þjóðveginn til Vestmannaeyja nógu tímanlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 16. september 2011
Lítið að frétta.
Við tókum hol með Guðmundi í morgun. En lítill var víst aflinn. Dagurinn var svo notaður í síldarleit. Það var kastað aftur í kvöld og erum við nú í hlerahlutverkinu. Vonandi verður hægt að segja aflafréttir á morgun. Best að gleyma ekki veðurfréttum. Logn og blíða og hitatölur í tveggja stafa tölum.
Í útsvari í sjónvarpinu í kvöld voru keppendur látnir leika fjöll. Þannig að nú er spurt.Hvar er þessi mynd tekin?
Rannsóknarskip.
Hæstvirtur herra háyfirbrytinn er alltaf á þjóðlegu nótunum. Alíslenskur matur í öll mál. Íslensk hátíðar pizza í kvölmatinn og svo verður trúlega saltari í hádeginu á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 15. september 2011
Rólegt á hafinu.
Álsey tók tvö hol og var þá komin með góðan skammt til að fara með til Vestmannaeyja. Og kvaddi okkur eftir morgunkaffið. Síðan þá höfum við verið á reki. Stöðvuðum aðalvélina til að spara olíudropana.
Aðalvélin.
Á ströndinni handan Lónafjarðar var einu sinni fjárhirðir sem heitir Steingrímur. Nú er hann fjáhirðir við Arnarhól í henni Reykjavík. Sumir mundu nú sennilega vilja að hann væri bara enn að gæta fjár á Gunnarsstöðum. Og léti annað fé í friði.
Þetta er Júpíter. Hann er að landa á Þórshöfn. En Guðmundur er á útleið og vonandi getum við farið að draga með honum er líður á nóttina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 14. september 2011
Nýr túr.
Löndun lauk klukkan fjórtán hundruð. Þá var Guðmundur að koma til þórshafnar. Við fórum frá Þórshöfn fjórtán þrjátíu. Júpíter kom til hafnar skömmu síðar.
Makríllinn hefur verið duglegur að borða síðan hann kom á Íslandsmið í vor. Hér er einn sem vegur eitt kíló og sextíu og eitt gramm.
Fimmtíu sm. langur.
Guðmundur að leggjast að bryggju.
Við hittum Álsey síðan um klukkan tuttugu og eitt og köstuðu þeir þá sínu trolli. En við tókum að að oss hlerahlutverkið tvílembingnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. september 2011
Slátur.
Við erum enn að landa og látum fara vel um okkur hér á Þórshöfn. Þó að það sé rigning. Strákar fóri á tennisæfingu. Hæstvirtur háyfirbryti bauð uppá íslenska hágæða súpu í hádeginu. Svo var slátur í kvöldmat. Síðan ætlar hann að hafa hafragraut alla morgna fyrir hann Baldvin. Og fleiri. Íslenski kúrinn á hávegum hafður. Eins og hjá ónefndum stjórnmálmanni.
Kristján lætur fara vel um sig við tölvuna og sjónvarpið. Greinilega að fara að fylgjast með fótknattleik í útlandinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. september 2011
Miðnæturblogg
Við toguðum með Guðmundi síðustu nótt og fengum um 240 tonn. En svo brældi þannig að við lögðum af stað til Þórshafnar og komum þangað klukkan tuttugu og þrjú. Og byrjum að landa nú á miðnætti.
Guðmundur VE
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 11. september 2011
Íslenski kúrinn
Við drógum með Álsey framundir hádegi og þá hífðu þeir. Náðu skammtinum sínum. Sigla þeir nú sem ákafast til Vestmannaeyja. En við dóluðum um hafið fram að kvöldkaffinu og þá hittum við Guðmund VE og erum núna að draga trollið með honum. Hæsvirtur framsóknar háyfirbryti bauð uppá íslenskt hágæða kjötmeti. Í bæði mál.
Vegvísir að Voga fjósi í Mývatnsveit. Gæðaveitingastað.
Og hér er mynd í tilefni dagsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Starfsmannafélagið Gullmolinn
Tenglar
Skip
- Álsey VE 2 Álsey frá Vestmannaeyjum.
- Guðmundur VE Ný bloggsíða hjá Guðmundi VE
- Hákon EA Hákon frá Grenivík
- Huginn VE Huginn frá Vestmannaeyjum
- Ingunn AK 150 Ingunn af Skaganum
Upplýsingar
- Hvar eru skipin Automatic Identification System
- Akureyrarhöfn Upplýsingar um Akureyrarhöfn
- Ísfélag Vestmannaeyja Heimasíða Ísfélagsins
- Langanesbyggð Heimasíða Langnesinga
- Vefmyndavél Þórshafnarhöfn Vefmyndavél við höfnina á Þórshöfn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar