Laugardagur, 10. september 2011
Saltfiskur
Við komum austur um hádegisbil. Þá var Júpíter að dæla úr síðasta holinu sínu. Og Álsey að undirbúa köstun. Við erum síðan búnir að draga með þeim á Álsey og erum nú á öðru holi. Og samkvæmt venju er ágætis veður.
Álsey að kasta.
Vel klæddir Álseyingar skjóta línu yfir til okkar.
Upplýsingaskilti um Heimaklett. Ótrúlega mörg örnefni á klettinum þeim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9. september 2011
Á austurleið.
Það var klárað að landa úr bátnum í morgun og við fórum frá Vestmannaeyjum klukkan átta í morgun. Erum núna að sigla sem leið liggur með suðurströndinni. Veðrið eins og best gerist í september. Enn. Vonandi verur hægt að byrja að draga björg í bú á morgun.
Vegagerðin er búin að senda þjóðveginn til Vestmannaeyja í slipp hjá Dönskum. Og nú er Ferjan Baldur komin í staðinn. Ekki verður sagt um það skip að það sé mikið fyrir augað. En vonandi skilar Baldur sínu hlutverki fyrir Eyjamenn.
Jötunn, túristabátur fyrir fjórtán farþega. Með tvær þrjúhundruð hestafla vélar. Er ca. sex til sjö mínútur að sigla yfir í landeyjahöfn.Í góðu veðri. Það er að segja ef það væri heimilt.
Smá sýnishorn af tuðruflota Eyjamanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 7. september 2011
Á leið til Vestmannaeyja.
Það fór nú þannig að veðurspáin rættist og það brældi í morgunsárið. En við náðum samt ágætis afla og erum á leið til Vestmannaeyja með um 320 tonn. Verðum í landi milli níu og tíu í fyrramálið.
Lóðsinn við Heimaklett.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. september 2011
6. september.
Í kvöld gerðist það sem enginn trúði að gæti gerst. A landslið vort í fótknattleik vann ótrúlegan sigur á landsliði Kýpur. Eins gott að gleyma ekki þessum degi.
Af okkur það að frétta að við erum á tvílembing með Júpíter. Erum á öðru holi. Veðrið er svona eins og gengur á þessum árstíma. Hægur vindur, hvað annað. En svo var einhver að segja mér að það væri búið að spá brælu. Vonandi klárum við samt að ná skammtinum okkur áður en að sú spá rætist. Ef hún rætist. En spá er spá og því enginn trygging fyrir því að hún rætist.
Hvað nú.
Júpíter
Og getraun í tilefni dagsins. Hvaðan er þessi mynd og hvað hús eru fremst á myndinni?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 9. ágúst 2011
Ísafold
Við komum til Þórshafnar klukkan fjórtán hundruð. Og erum nú að landa sem ákafast. En það gleymdist að blogga í síðasta túr. En hann gekk eins og í sögu. Fyrst drógum við með Álsey, tvö hol. Og þeir í land með skammtinn sinn. Svo biðum við eftir Júpíter. Tókum svo tvö hol og fengum okkar skammt. Er við komum hér inn í höfnina þá var hér fyrir hún Ísafold frá Hirtshals á Jótlandi. Stórt og mikið skip. Og bara nokkuð lagleg fleyta.
Þetta er hún Ísafold.
En hann Bjarni Thor orti.
"Eldgamla Ísafold
Ástkæra fósturmold
fjallkonan fríð."
Við lag sem er þjóðsöngur Engla
Og einhverjir pörupiltar umortu kvæðið og sungu.
"Eldgamalt ýsubein
hrökk oní Skuggasvein."
Vonandi verður Ísafold áfram gul og áfram frá Hirtshals.
Alltaf gaman að sjá Íslenskt nafn á Dönsku skipi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 5. ágúst 2011
Löndun
Það var byrjað að landa klukkan eitt. Og gengur löndun vel. Hér á Þórshöfn er þokkalegasta veður. Þokusúld öðru hvoru ásamt smá rigningaskúrum. Hiti er í tveggja stafa tölu. Það komu í heimsókn síldarkaupendur (í gamla daga vöru þeir alltaf kallaðir síldarspekulantar) frá Hvíta Rússlandi og skoðuðu skip og farm og leist vel á hvorutveggja.
Annað myndefni en venjulega. Myndarleg skrúfa. Og kemur skipinu þangað sem því er ættlað hverju sinni.
Hliðarskrúfa, þverskrúfa eða bógskrúfa. Bara að velja það nafn sem mönnum líkar best.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 4. ágúst 2011
Löndunarbið á Þórshöfn.
Við komum til Þórshafnar um klukkan tuttugu og tvö í kvöld. Og bíðum nú eftir að það klárist að landa úr Álsey. Á Þórshöfn hefur verið nóg að gera í löndun síðan við vorum hér síðast. Júpíter, Guðmundur og Álsey hafa landað ásamt Ísafold og Ásbirni sem bæði eru frá Hirtshals á Jótlandi.
Síld í poka.
Frystihús og bræðsla í baksýn. Þokumynd.
Ég bendi á að ef einhver vill sjá okkur í beinni útsendingu þá er hlekkur á vefmyndavél Þórshafnarhafnar til vinstri á síðunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 3. ágúst 2011
Ágætis hol.
Við létum reka framyfir hádegi. En svo kom Júpíter og við köstuðum og erum búnir að hífa einu sinni. Ágætis afla. Sólin skein á okkur í dag en með kvöldinu komu þokuslæðingar.
Pokinn kominn í yfirborðið.
Karlar með hvíta kolla.
Tvílembingurinn Júpíter.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 2. ágúst 2011
Smáblogg
Við kláruðum að landa í gærkvöldi og fórum frá Þórshöfn klukkan tuttugu og tvö. Sigldum sem ákafast á miðin og fundum Álsey í morgunsárið. Tókum tvö hol með þeim og dugði það þeim til að fá skammtinn sinn. Fóru þá Álseyingar af stað til Þórshafnar. En við höldum hér ró okkar og bíðum eftir að Júpíter birtist. Og munum vér þá reyna að fá okkar skammt.
Vonandi verður hægt að segja fiskifréttir er líður á morgundaginn.
Þetta er hann Ómar. Grenvíkingur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 31. júlí 2011
Verslunarmannahelgislöndun á Þórshöfn.
Við komum til Þórshafnar klukkan ellefu í morgun og byrjuðum að landa eftir hádegið. Hér á Þórshöfn er fínasta veður. Nú liggur hér liggur líka Danska skipið Ásbjörn frá síldarbænum Hirtshals á Jótlandi. Eru karlar að fixa nótina eftir að hafa rifið dótið í síðasta túr.
Ásbjörn HG 256. Áhöfnin er að hluta til frá Færeyjum.
Verið að landa.
Upplýsingaskilti um hafnarsvæðið á Þórshöfn.
"Íri í hjólastíl gekk inná bar" stóð í því merka riti Séð og Heyrt. Getur einhver sagt oss hvernig írar ganga í hjólastól.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Starfsmannafélagið Gullmolinn
Tenglar
Skip
- Álsey VE 2 Álsey frá Vestmannaeyjum.
- Guðmundur VE Ný bloggsíða hjá Guðmundi VE
- Hákon EA Hákon frá Grenivík
- Huginn VE Huginn frá Vestmannaeyjum
- Ingunn AK 150 Ingunn af Skaganum
Upplýsingar
- Hvar eru skipin Automatic Identification System
- Akureyrarhöfn Upplýsingar um Akureyrarhöfn
- Ísfélag Vestmannaeyja Heimasíða Ísfélagsins
- Langanesbyggð Heimasíða Langnesinga
- Vefmyndavél Þórshafnarhöfn Vefmyndavél við höfnina á Þórshöfn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar