Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 6. september 2013
Ein mynd af skiljustjóranum fyrir Sólborgu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 5. september 2013
Kallar á landleið!!
Frá síðasta bloggi er það að frétta að við lönduðum 300 tonnum á þriðjudaginn og fórum út sama dag og erum nú á landleið með góðan afla
Þarna lá við stórslysi þegar Vembill var næstum
búinn að stíga á tunguna á sér en sem betur fer
slapp það vel og hann heldur tungunni eins og
sést á myndinni
Kjartan að hlægja af ruglinu í Finnafjarðartröllinu
Séra Kristján Björnsson að predika
yfir lýðnum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 31. ágúst 2013
Löndun á Þórshöfn
Við ákváðum að prófa að virkja bloggið aftur eftir góða pásu og er Fúsi nú orðinn aðstoðar yfirbloggari.Og gefum við honum nú orðið...
komum á Þórhöfn í hádeginu í gær með rúm 400 tonn mest síld. Og nú eru kallar bara að bíða af sér brælu, en stefnt er á að fara á hafið í kvöld.Við skruppum nokkrir á Báruna í gærkveldi og var vart þverfótað þar fyrir fólki..
Tveir sáttir
Baldvin er grillari mikill, og var hann látinn grilla ofan í mannskapinn í löndun um daginn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 25. febrúar 2013
Löndun í eyjum
Við komum inn til eyja rétt fyrir miðnætti í gærkveldi með slettu handa þeim í vinnsluna.Það var leiðinda veður í gær og hauga sjór en vonandi verður það skárra eftir hádegi þegar við förum á miðin aftur.Við náðum að fylla skipið í síðasta túr og því var landað í Eyjum líka..Hér koma svo nokkrar myndir úr fyrri túrum
Snæþór að losa gömlu pönnuna
Nýja pannan
Mynd frá bolludegi
Gunni (hringanóri) að ná sér í Kríu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 18. febrúar 2013
Ekki sól á loðnumiðum í dag.
Frá því er síðast var bloggað þá fórum við til Eyja og lönduðum þar. 1150 tonnum. Fórum svo út kl. 2000 á sunnudagskvöldið og hófum veiðar um tíu leitið í morgun. Tókum þrjú köst og erum nú á leið til Eyja aftur með um 950 tonn.
Það er stutt í fjöruna.
Álsey að fara að kasta. Aðeins utar er Jói að elda hádegismatinn.
Loðnuflotinn á miðunum. 0,6 sjóm. í fjöruna.
Það var meiningin að setja inn fleiri myndir en af tæknilegum orsökum verður það að bíða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 16. febrúar 2013
Sól á loðnumiðum
Á móti sól.
Hali í Suðursveit .
Einn að kasta.
þessi hét einu sinni Eros.
Vísindamenn í loðnurannsóknum.
Jahá.
Norðborg frá Klakksvík. Hvíti reykurinn uppúr frammastrinu er frá fiskimjölsverksmiðjunni. Sem er smíðuð í Héðni hf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 10. desember 2012
Löndun í Eyjum
Við komum til Vestmannaeyja kl 5.30 í morgun eftir fínan túr fyrir austan og náðum við að skrapa í rúm 300 ker.Við notuðum síðustu inniveru til að setja upp jólaseríu í borðsalinn til að skapa smá jólastemmara.Það er svo stefnt á að fara á hafið kl 8 í kvöld og stefnan tekin austur aftur eftir því sem næst verður komist.Þetta verður sennilega síðasti túr fyrir jólafrí.Svo við óskum öllum til sjávar og sveita gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári...
Verið að setja upp jólaseríuna
í borðsalinn
GrímseyarJötuninn að hugsa heim
Stund milli stríða í jólaskreytingum
Spáð í bolla fyrir næsta túr
Svo ein í lokin af Hnoðra í fiðrinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21. nóvember 2012
Brælutúrnum lokið
Við komum inn til Eyja í nótt sólarhring fyrr en áætlað var og kom það ekki til af góðu. Það voru 25-28 m á sek í gærdag og gærkveldi.Við vorum að reyna að fiska ufsa og karfa í síðasta túr og gekk það frekar ílla en við vonum að það gangi betur næst.Við skiptum svo um uppþvotta vél í skipinu í dag og fengum þessa fínu Miele vél sem vonandi á eftir að reynast okkur vel.Það verður svo landa úr okkur kl 8 í fyrramálið og stefnt á að fara á hafið eftir það...kv
Þarna er Baldvin að tengja
nýju uppþvottavélina
Þar sem Baldvin er sá minnsti
og nettasti um borð var hann fenginn
til að skríða undir vaskan og tengja
Hérna er svo mynd af nýju Miele
uppþvottavélinni.Hún er
falleg þessi elska
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 2. október 2012
Afmæli
Við hífðum þokkalega slettu áðan en erum núna bara að leita og lítið að sjá.Stýrimaðurinn Gunnlaugur Steinarsson á afmæli í dag og fékk hann að sjálfsögðu tertu og steik í tilefni dagsins en aflabrögðin mættu vera meiri á sjálfan afmælisdaginn.. en það kemur vonandi..
Afmælistertan í smíðum
Laugi afmælisgutti
Baldvin að gera við kartöfluskrælarann
Baldvin finnst mulinn marens betri svo
muldum hann
Hér er svo mynd af fiskifælunni Árna Birni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 18. september 2012
Haustveður
Við fórum frá Þórshöfn klukkan sextán hundruð í gær. Og mættum Álsey við Skoruvík. Köstuðum svo með Júpíter og tókum eitt hol. Síðan var dólað uppí bræluna í dag. Tvílembingarnir voru svo að kasta aftur nú eftir kvöldmatinn. En vind skal lægja er líður á kvöldið.
Júpíter að kasta.
Vindhraði í köstun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Starfsmannafélagið Gullmolinn
Tenglar
Skip
- Álsey VE 2 Álsey frá Vestmannaeyjum.
- Guðmundur VE Ný bloggsíða hjá Guðmundi VE
- Hákon EA Hákon frá Grenivík
- Huginn VE Huginn frá Vestmannaeyjum
- Ingunn AK 150 Ingunn af Skaganum
Upplýsingar
- Hvar eru skipin Automatic Identification System
- Akureyrarhöfn Upplýsingar um Akureyrarhöfn
- Ísfélag Vestmannaeyja Heimasíða Ísfélagsins
- Langanesbyggð Heimasíða Langnesinga
- Vefmyndavél Þórshafnarhöfn Vefmyndavél við höfnina á Þórshöfn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar