Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 15. september 2012
Rauðáta og those idiots in Brussels
Frá því er síðast var bloggað þá erum við búnir að vera á tvílembing. Fyrst með Júpíter og síðan með Álsey. Júpíter er búinn að landa á Þórshöfn og er að fara að toga með Álsey. En við erum á leið til Þórshafnar með fínan afla. Mest síld. Fína síld. Það er eitthvað af rauðátu á svæðinu sem sést á því að hún kemur í talsverðu magni í sjósíur hjá oss.
Svo kvu eitthvert apparat (Evrópuþing!) niður í henni Evrópu vera búið að samþykkja að veita fólki sem enski blaðamaðurinn Peter Oborne kallaði í sjónvarpsþætti hjá BBC "Those idiots in Brussels"leifi til að setja löndunarbann á íslensk skip. Og Færeysk. Vegna þess að við mötum makríl á rauðátu og fleira góðgæti. Gerum hann stóra og feitan. Og auðvitað veiðum við hann svo. Enginn smá glæpur það. En það finnst vinum vorum og frændum í Noregi, Írlandi og Skotlandi.
Þetta er Kollfirðingur. Færeyskur bátur á vigtartorgi á Heimaey.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 11. september 2012
Út af Skoruvík. Í kaldaskít.
Löndun lauk um morgunkaffileitið. Fórum svo úr höfn klukkan tólf fjörutíu. Og mættum Heimaey á Skoruvíkinni.
Það er enn smá kaldaskítur.
Þarna sést eitthvað.
Er Heimaey svona drekkhlaðinn.
Ob ob ob, Það er ekki að sjá að skipið sé drekkhlaðið núna. Vonandi verður enginn sjóveikur við að horfa á þessar myndir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 10. september 2012
Nú er úti veður vont.
Frá síðasta bloggi er það að frétta að við fórum út þann fjórða og drógum á móti Júpíter og Álsey. Fengum góðan afla af fínasta makríl. Stórum, feitum og pattaralegum. Komum síðan í land á Þórshöfn klukkan tuttugu og eitt á laugardag. Byrjuðum strax að landa. Svo kom að því að veður versnaði og í morgun, mánudagþá fór rafmagn af norðaustur horni klakans og hægði þá heldur á vinnslu og frystingu í frystihúsi.
Svona leit veðurkort út eftir hádegið.
Það er enn verið að landa og ætti löndun að klárast í fyrramálið. Ef ekki verða frekari truflanir vegna rafmagnsleysis. Vonandi fer þá veðrið að ganga niður svo tvílembingarnir Þorsteinn og Júpíter geti farið að fiska.
Álsey.
Lestunarstjórar fylgjast sem ákafast með dælingu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 3. september 2012
Á Þórshöfn
Það er helst að frétta af okkur að við erum byrjaðir að partrolla. Við vorum hleri hjá Júpíter sem fór með góðann afla á þórshöfn en við biðum svo eftir Álsey sem var hleri hjá okkur og fengum við góðann afla og erum að landa á Þórshöfn núna.Það stlitnaði hjá okkur höfuðlínan í síðasta túr og fórum við með trollið upp á gamla flugvöllinn þar sem það var lagað.Við vonumst svo að það verði búið að landa í nótt svo við komumst á miðin þó spáin sé ekkert til að hrópa húrra fyrir en það er víst farið að hausta.
Verið að hífa trollið in á tromluna
Stubburinn að fylgjast með að allt sé
rétt gert
Toni að hífa trollið inn á tromluna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 10. ágúst 2012
Meiri Héraðsflóablíða.
Það var sama blíðskapar veðrið í Héraðsflóanum í dag og í gær. Himininn heiður og blár. Og makríllinn stór feitur og pattaralegur. Við erum komnir á leið til lands. Verðum á Þórshöfn um miðnættið og hefjum strax löndun. Afli um 230 tonn.
Já, ekki langt frá Vík kvu vera verið að taka kvikmynd um syndaflóðið. Og karlinn Nóa og hans fólk. Og skepnur. En menn hafa nú haft meiri áhyggjur að annarskonar flóðum í Mýrdalnum en syndaflóðum.
Hér eru þeir félagar Toni og Dóri. Annar þeirra er í löndunargenginu. En hinn slappar af sem ákafast.
Þessar tvær kúlur sjá um öll samskipti skipsins við umheiminn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 9. ágúst 2012
Héraðsflóaveðurblíða.
Frá síðasta bloggi er það að frétta að við fórum einn túr og fengum tvöhundruð tonn. Lönduð þeim hágæða makríl ísköldum á Þórshöfn. Fórum svo út aftur í gærkvöldi og erum nú á veiðum í Héraðsflóanum í logni og sól. Hiti hjá oss er einnig í hæstu hæðum. Eins og víða á norður og austurlandi.
Þetta hvíta á himninum eru einu skýhnoðrarnir sem sáust á hvelfingunni í dag.
694 Grömm. Meðaltalsvigt á Héraðsflóamakríl.
Þetta er félagar makrílsins á vigtinni. Fallegir í sólskyni.
Horft fram dekkið. Nú er það grámálað. Ekki lengur grænt. En í gamla daga var sagt að karlar á kútterum Íslenskum hefðu haft með sér torfu af túninu heima til að standa á uppá dekki er þeir köstuðu af sér vatni. Annars var hætt við að þeir fengju þvagstíflu. Um einn mjög svo orðljótan úr Skagafirði var ort.
Hélt á vænum völsungi
vondar bænir þyljandi
stóð á grænum grundvelli
gula sprænu framleiddi.
En eftir að farið var að mála þilför græn þá hættu menn að hafa með sér torfusnepil.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 5. ágúst 2012
Út á ný.
Það var fagur morgun í Lónafirði. Sól og logn. Ekki skýhnoðri á himni. Löndun lauk svo klukkan þrettán hundruð þrjátíu og var þá farið á hafið. Á sama tíma var Heimaey að koma í land með góðan afla. 400 tonn sagði mér einhver. Þessi einhver sagði líka að Heimaeyjarkarlar væru með heimþrá og ættluðu að reyna sem ákafast að komast í einhver brekkuhávaða á Heimaey. En ekki var nefnt á hvaða Heimaey.
Verið að landa.
Þetta er steinnökkvinn Bella Donna frá eyjunni grænu. Áhöfnin er einn karl. Írskur fiskimaður. Sótti sjóinn í fjörutíu og átta ár. Er að dunda sér við það í ellinni að sigla á þessum einstaka steinnökkva um heimsins höf. Var að koma frá Færeyjum og ætlar að hafa vetursetu á Ísafirði. En þar á karl vini í skútukarla hópi. Svo á næsta sumri, ef ég tóri sagði karlinn. Þá skal haldið til Grænlands. Og ef leyfi fæst hjá þar til gerðum yfirvöldum í Kanada þá skal reynt að sigla norð vestur leiðina til Alaska. En karl er fæddur í byrjum seinna stríðs og bara ansi sprækur.
Léttbáturinn er ekki úr steinsteypu, bara skúta sjálf. Eina skipið við Íslandsstrendur sem er gert úr steinsteypu. Svo fullyrti sá Írski.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 4. ágúst 2012
Verslunarmannahelgislöndun á Þórshöfn
Vér erum komnir til Þórshafnar og erum að landa þessum líka fína fína makríl. Ekki slæmt að eyða verslunarmannahelginni í það. Makrílinn fengum við á austfjarðarmiðum. Hér í Lónafirðinum er sól og blíða. Og allir að vinna. Hitastig í hærri kantinum. Hér er líka fragtkoppur er Ice Star nefnist. Frá félaginu Eimskip Reefers. Hvað sem það nú er. Er verið að fylla fragtkoppinn af frosnum makríl.
ICE STAR.
Flottur. Nýmálaður í Þórshafnarhöfn.
Æi, það hefur gleymst að mála hlerana.
Veðursýnishorn úr Lónafirði.
Frystihúsamynd.
Mótaka og flokkun.
Nóg að gera í Þórshafnarhöfn í Lónafirði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30. júlí 2012
Næsta löndun á Þórshöfn
Frá síðasta bloggi er það að frétta að við erum búnir að fara tvo stutta túra og erum að landa nú á mánudagskvöldi úr seinni túrnum. Svo kvu vera farið austur fyrir land og næst verður landað á Þórshöfn við Lónafjörð. Og fara þá Vestmannaeyja peyjar og pæjur að undirbúa sig fyrir sína árlegu þjóðhátíð.
Sýnishorn af veðri.
Grjót og meira grjót, sagði karlinn Kjarval.
Þessi mynd er fyrir okkar ágætu fjallabræður. En þeir hafa einhverra hluta vegna frekar hægt um sig. Vantar sennilega fjöll til að fara í labbitúr á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 27. júlí 2012
Löndun og gönguferðir.
Við lukum við að landa um þrjúhundruð og þrjátíu tonnum klukkan sautján hundruð. Í blíðskapa veðri. Nú bíðum við átekta og förum á hafið um hádegisbil á morgun. Laugardag. Nokkrir af áhöfninni fóru í labbitúr uppá bæjarhólinn og gáðu til veður og skipaumferðar. Og létu ekki þar við sitja heldur fóru líka á Klifið og Eggjarnar. Hlupum yfir Eggjarnar sagði einn þeirra. Aðrir sögðu að kannski hefði ekki verið hlaupið hratt yfir Eggjarnar en sagan væri betri þannig. Þessir áhugamenn um eyjarölt kalla sig nú Fjallabræður eins og gaulverjar nokkrir að westan. Ég veit að vísu ekki við hvaða fjöll okkar menn kenna sig.
Labbitúrasvæði Fjallabræðra. Myndin er tekin frá toppi bæjarhólsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Starfsmannafélagið Gullmolinn
Tenglar
Skip
- Álsey VE 2 Álsey frá Vestmannaeyjum.
- Guðmundur VE Ný bloggsíða hjá Guðmundi VE
- Hákon EA Hákon frá Grenivík
- Huginn VE Huginn frá Vestmannaeyjum
- Ingunn AK 150 Ingunn af Skaganum
Upplýsingar
- Hvar eru skipin Automatic Identification System
- Akureyrarhöfn Upplýsingar um Akureyrarhöfn
- Ísfélag Vestmannaeyja Heimasíða Ísfélagsins
- Langanesbyggð Heimasíða Langnesinga
- Vefmyndavél Þórshafnarhöfn Vefmyndavél við höfnina á Þórshöfn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar