Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 9. janúar 2012
Með fullt skip á leið til Þórshafnar
Við siglum nú sem óðast til Þórshafnar með fullt skip af loðnu og verðum þar í kringum miðnætti.Það gekk nú svona upp og niður fiskeríið í þessum túr en holið hans Harðar í gærdag skipti sköpum um að við næðum að fylla.Annars eru menn bara kátir hér um borð.Svo spáir brælu næstu tvo sólahringa en við vonumst að sjáfsögðu að við komumst sem fyrst út eftir löndun....
Mynd af fóstursyninum
En myndavélin er eitthvað að
stríða okkur en við vonum að við
getum reddað því í næsta túr og
sett inn nýjar myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 8. janúar 2012
GLEÐILEGT NÝÁR
Áhöfnin á Þorsteini óskar öllum til sjávar og sveita gleðilegs nýárs.Það er helst að frétta að við komum til Eyja 3 janúar og var haldið strax út um kvöldið og við náðum okkur í 730 tonn í fyrsta túr sem við lönduðum á Þórshöfn.Og við erum sem sagt í öðrum túr á nýju ári og má segja að veiðar hafi gengið svona upp og niður.Veðrið er núna að stríða okkur aðeins því það eru um 25-28 m á sek núna en við vonum að það lægi aðeins í kvöld eða nótt svo við getum kastað aftur.....
Við birtum svo gamla mynd af Júdasi sem
sveik okkur og réð sig sem yfirvélstjóri á
Sigurð VE
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 16. desember 2011
Komnir á hafið á ný
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 27. nóvember 2011
Löndun
Við komum til Þórshafnar eftir hádegið og um fjögurleitið var byrjað að landa. Afli ca 760 tonn. Það kvu vera bræluspá fyrir næstu daga. Þannig að sennilega verður núna einhver smá landlega.
Hann Alli á afmæli í dag. Til hamingju með það.
Því miður náði ég ekki að mynda hann í dag þannig að árs gömul mynd verður að duga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 25. nóvember 2011
Föstudagsbræla.
Síðan síðast var bloggað þá er það helst að við lönduðum síðasta laugardag á Þórshöfn. Fórum svo út rétt eftir miðnættið. Og erum búnir að taka nokkur hol. Veðrið hefur verið gott á köflum en bræla þess á milli. En vantar oss tæp þúsund tonn til að vera komnir með sama aflamagn og í síðasta túr. Við höfum verið við ísröndina við Grænlandsströnd. En enga ísbirni er hér að sjá. Í dag er búið að vera skítabræla og við bara dólað uppí vindinn.
Hörður Már á afmæli í dag. Til hamingju með það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 17. nóvember 2011
Fullfermi af loðnu.
Það má segja að vel hafi gengið að fanga loðnuna á Grænlandssundi. Nokkur hol með flottrolli og við komnir á leið til Þórshafnar með fullt skip. 1750 tonn til landvinnslu. Það er kominn bræluskítur og verðum við á Þórshöfn fyrripartinn á morgun.
Verið að dæla. Eins og sést þá er Kári að byrja að blása á oss.
Húsasmiðurinn tók að sér að vera skiljustjóri.
Verið að ganga frá eftir dælingu.
Halló, bestu kveðjur til Dalvíkur.
Pælikerfið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 15. nóvember 2011
Loðnuveiðar í Grænlandssundi
Frá því að síðast var bloggað þá er þetta helst. Við kláruðum að skipta yfir á loðnuveiðar og sökum brælu á loðnumiðum á Grænlandssundi þá var tekið nokkra daga frí. Síðan fórum við frá Vestmannaeyjum á föstudaginn ellefta, ellefta. Þegar átti að byrja veiðar tók asdikið uppá því að bila og fórum við til Akureyrar til að fá varahluti og viðgerð á asdikinu. Svo köstuðum við í gær og erum búnir að taka tvö hol. Samkvæmt prufum eru 42 stykki af loðnu per kíló. Semsagt góð loðna.
Hér eru hvalir um allan sjó. Bæði stórir og smáir. Syndandi hér í nágreninu. Stökkvandi og greinilega í nægu æti.
Hér er mynd af hvalavöðu. því miður ekki gæðamynd.
Jæja, karlar að skoða eitthvað athyglisvert.
Fyrsta lestin að fyllast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 26. október 2011
Af síld á loðnu.
Jæja, það er víst kominn tími á nýtt blogg. Við erum hættir á síld og makrílveiðum og erum nú í Eyjum að skipta yfir á loðnuveiðar. Í dag hefur verið hér hið fínasta veður. Kannski í tilefni dagsins. Því í dag kom nýtt varðskip til Eyja. Alla leið frá Chile.
Hér kemur nýi Þór inní höfnina ásamt fylgdarskipum. Næst á eftir stóra Þór kemur litli Þór, síðan Lóðsinn og það rétt sést í hann Léttir sem er að passa að enginn hellist úr lestinni. Og stendur sig vel í því sem öðru.
Langflottastur.
Þór og þyrla.
Léttir búinn að koma hersingunni inn í Friðarhöfn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 8. október 2011
Komnir á Þórshöfn
Það sem er helst að frétta héðan er að við toguðum fyrst með Álsey sem fór með 750 tonn til Vestmannaeyja svo kom Júbbinn og við náðum okkur í 450 tonn eftir mikinn brælutúr og við vorum rétt um viku að ná þessu.Við erum á Þórhöfn núna og það er verið að landa úr okkur.Svo standa vélstjórar í ströngu við að skipta um pressu fyrir vacumkerfið en við vonumst til að geta haldið til hafs í kvöld en það er víst ekkert spes spáin um helgina en við erum ýmsu vanir eftir síðasta túr..og vonum bara það besta..
Kokkurinn að ganga frá
Nýja pressan komin á sinn stað
Sá litli að brasa eitthvað beðist er
velvirðingar á að það gleymdist að
snúa myndinni
Löndunarstrákar að gera klárt fyrir
löndun úr eitt stjór lestinni
Frekar þungt yfir Lónafirði í dag..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 26. september 2011
Aftur til Þórshafnar
Við fórum út frá Þórshöfn klukkan tuttugu og þrjú á laugardagskvöldið. Drógum svo með Guðmundi þannig að þeir fengu nóg til að fylla frystilestar hjá sér og við fengum um 460 tonn af fallegri síld. Erum við og Guðmundur nú á leið til Þórshafnar og verðum þar í fyrramálið. Þriðjudagsmorgun.
Línu skotið milli skipa.
Mótaka og flokkun á Þórshöfn.
Afurðir settar í frystiklefa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Starfsmannafélagið Gullmolinn
Tenglar
Skip
- Álsey VE 2 Álsey frá Vestmannaeyjum.
- Guðmundur VE Ný bloggsíða hjá Guðmundi VE
- Hákon EA Hákon frá Grenivík
- Huginn VE Huginn frá Vestmannaeyjum
- Ingunn AK 150 Ingunn af Skaganum
Upplýsingar
- Hvar eru skipin Automatic Identification System
- Akureyrarhöfn Upplýsingar um Akureyrarhöfn
- Ísfélag Vestmannaeyja Heimasíða Ísfélagsins
- Langanesbyggð Heimasíða Langnesinga
- Vefmyndavél Þórshafnarhöfn Vefmyndavél við höfnina á Þórshöfn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar