Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 4. mars 2012
Komnir til Eyja aftur
Við komum til Eyja fyrir hádegi í dag með fullt skip.Það var leiðinda bræla fyrst þegar við komum að Snæfellsnesi og þurftum við að liggja í vari í dálítinn tíma en svo rofaði til og gengu veiðar bara vel og fengum við nánast í skipið í 4 köstum en fengum svo um 50-80 tonna slettu frá Sigurði sem nægði til að fylla og þökkum við þeim kærlega fyrir það.Núna liggjum við inni í friðarhöfn og bíðum eftir að Júpíter klári löndun en það er reiknað með að því ljúki kl 11 í kvöld.....
Yfirvélstjórinn á Sigurði leit við hjá okkur í síðustu löndun.
Takið eftir mottunni á kalli
Yfirvélstjórinn orðinn ástleitinn
Sigurðarmenn klárir að gefa okkur slettu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 24. febrúar 2012
Hringinn í kringum Ísland á nokkrum dögum
Við komum til Þórshafnar í gærkveldi með um 1500 tonn af loðnu.Og var strax hafist handa við löndun og við tókum part af nótinni upp á bryggju og löguðum hana eftir að hafa lent í smá brasi í síðasta kasti.Við yfirgáfum Þórshöfn rétt fyrir hádegi og erum við núna að dóla úti fyrir mynni fallegasta fjarðar Íslands (Eyjafjarðar)Þar sem lognið á lögheimili.Við sendum svo batakveðjur á skipsfélaga okkar þeirra Alla og Stjána...
Axel og Birkir að dytta að nótinni
Eyjaguttinn að festa járn fyrir öryggisnet
Hér er svo mynd af Þorsteini á blússandi siglingu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 9. febrúar 2012
Á leið til Vestmannaeyja.
Síðan síðasta blogg var ritað, þá er það helst að við lönduðum á Þórshöfn þann sjötta. Fórum síðan aftur á veiðar með flotinu og erum nú á leið til Vestmannaeyja til að landa og og skipta um nót. Taka grunnnótina um borð.
Hér átti að koma mynd en eitthvað er tæknin að stríða oss. Þannig að myndin kemur ekki.
Já, Já, í kvöldfréttatíma RUV sagði hún Jóka að hún væri ekki að hætta í pólitík. Ætti eftir þrjátíu ár. Ætlar að vera þar til húm verður hundrað ára. Eins og hún amma hennar. Og hún sagði þetta á ensku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 4. febrúar 2012
Aftur á troll
Það var því miður lítið að hafa á Grímseyjarsundi. Var því kippt á rauða torgið og kastað þar og fengum heldur meira en við Grímsey. Síðan kipptum við aftur og erum búnir að skipta yfir á flotrollið og erum að draga NA af Fontinum. Erum eins og sagt var forðum "hættir til sjós og farnir á togara". Vonandi verða meiri aflafréttir í næsta bloggi.
Fagurblár kvöldhiminn.
Svona er á sjó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 1. febrúar 2012
Nótaveiðar.
Frá því að síðast var bloggað erum við búnir að fara ein túr og fengum við þá um þrettán hundruð tonn sem við lönduðum á Þórshöfn. Við fórum frá Þórshöfn í morgunsárið og erum nú á Grímseyjarsundi. Nú skal veiða loðnuna í nót. Erum við búnir að kasta einu sinni og satt best að segja þá var ekki mikill afli í fyrsta kastinu. Vonandi meira næst.
Karlar í nótaskúffu.
Stebbi G undirbýr dælingu.
8,9 Sjómílur frá Sigló. Stjáni sá semsagt ljósin heima hjá sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 25. janúar 2012
Rafmagnsleysi
Við komum til Þórshafnar á vinnutíma í morgun og byrjuðum strax að landa loðnu til vinnslu í frystihúsinu. Eftir hádegið var farið að landa þeim afla sem átti að fara í bræðslu og lauk því um kvöldmatarleitið. En er eftir að klára löndun afla til vinnslu. En svo fór rafmagn af Þórshöfn og nágreni og er enn rafmagnslaust er þetta er ritað um klukkan tuttugu þrjátíu. Þar af leiðandi dregst eitthvað að klára löndun.
Eins og sést á þessari strompmynd þá skein á oss sól í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. janúar 2012
Á leið til Þórshafnar.
Við tókum þrjú hol í dag og dugði það til að fylla lestarnar. Lögðum af stað í land um sex leitið og verðum á Þórshöfn á vinnutíma í fyrramálið. Svo kvu víst vera spáð einhverjum bræluskít. Vonandi stendur brælan sú stutt yfir ef spáin rætist.
Laugi, blakkar og dælustjóri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 23. janúar 2012
Loðnufréttir.
Við kláruðum að landa klukkan fimmtán hundruð í gær og fórum þá strax út frá Þórshöfn. Kastað var í morgunsárið og erum við búnir að hífa tvisvar og fá þessa fínu loðnu.
Poki
Karlar
Múkkar
Hæstvirtur herra háyfirbryti situr við tölvuna og gerir matseðil fyrir túrinn.
Og í lokin smá sagnfræði.
Á þessum degi fyrir þrjátíu og níu árum hófst eldgos í Heimaey. Því lauk þann þriðja júlí sama ár.
Þá hófst einnig togaraverkfall sem stóð í tvo mánuði.
Og Óli Jó var forsætisráðherra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 21. janúar 2012
Fréttir af hafinu.
Frá síðasta bloggi er það að frétta að farið var með fullfermi til Vestmannaeyja og landað þar þann sautjánda. Fórum við frá Eyjum kl tuttugu og eitt daginn eftir. Vorum komnir á miðin og köstuðum klukkan fjögur á föstudag. Tókum fjögur hol og erum nú á leið til Þórshafnar með um fimmtán hundruð tonn af loðnu til vinnslu í fiskiðjuveri Ísfélagsins.
Loðnan streymir í vinnslugeyma.
Þetta er hann Kristján.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 13. janúar 2012
Komnir aftur til Þórshafnar
Við komum til Þórshafnar um klukkan 10 í morgun með um 400 tonn og ílla rifin poka eftir að Júpíter togað full nálægt okkur í síðasta holi.Það komu svo viðgerðarmenn um kl 7 í kvöld með efni með sér og eru í þessum rituðu orðum að gera við pokann.Áhöfnin á Þorsteini vill svo senda Alla skipsfélaga okkar bata og baráttu kveðju.Við förum svo á hafið í nótt þegar búið er að landa og gera við pokann...
Hér kynnum við svo nýjasta meðlim á Þorsteini.
Eyjapeyjann Sævald P Hallgrímsson
Þessi mynd er frá því í síðustu löndun
þegar það þurfti að gera við trollið
Fullar lestir frá síðasta túr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Starfsmannafélagið Gullmolinn
Tenglar
Skip
- Álsey VE 2 Álsey frá Vestmannaeyjum.
- Guðmundur VE Ný bloggsíða hjá Guðmundi VE
- Hákon EA Hákon frá Grenivík
- Huginn VE Huginn frá Vestmannaeyjum
- Ingunn AK 150 Ingunn af Skaganum
Upplýsingar
- Hvar eru skipin Automatic Identification System
- Akureyrarhöfn Upplýsingar um Akureyrarhöfn
- Ísfélag Vestmannaeyja Heimasíða Ísfélagsins
- Langanesbyggð Heimasíða Langnesinga
- Vefmyndavél Þórshafnarhöfn Vefmyndavél við höfnina á Þórshöfn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar