Fimmtudagur, 9. ágúst 2012
Héraðsflóaveðurblíða.
Frá síðasta bloggi er það að frétta að við fórum einn túr og fengum tvöhundruð tonn. Lönduð þeim hágæða makríl ísköldum á Þórshöfn. Fórum svo út aftur í gærkvöldi og erum nú á veiðum í Héraðsflóanum í logni og sól. Hiti hjá oss er einnig í hæstu hæðum. Eins og víða á norður og austurlandi.
Þetta hvíta á himninum eru einu skýhnoðrarnir sem sáust á hvelfingunni í dag.
694 Grömm. Meðaltalsvigt á Héraðsflóamakríl.
Þetta er félagar makrílsins á vigtinni. Fallegir í sólskyni.
Horft fram dekkið. Nú er það grámálað. Ekki lengur grænt. En í gamla daga var sagt að karlar á kútterum Íslenskum hefðu haft með sér torfu af túninu heima til að standa á uppá dekki er þeir köstuðu af sér vatni. Annars var hætt við að þeir fengju þvagstíflu. Um einn mjög svo orðljótan úr Skagafirði var ort.
Hélt á vænum völsungi
vondar bænir þyljandi
stóð á grænum grundvelli
gula sprænu framleiddi.
En eftir að farið var að mála þilför græn þá hættu menn að hafa með sér torfusnepil.
Um bloggið
Starfsmannafélagið Gullmolinn
Tenglar
Skip
- Álsey VE 2 Álsey frá Vestmannaeyjum.
- Guðmundur VE Ný bloggsíða hjá Guðmundi VE
- Hákon EA Hákon frá Grenivík
- Huginn VE Huginn frá Vestmannaeyjum
- Ingunn AK 150 Ingunn af Skaganum
Upplýsingar
- Hvar eru skipin Automatic Identification System
- Akureyrarhöfn Upplýsingar um Akureyrarhöfn
- Ísfélag Vestmannaeyja Heimasíða Ísfélagsins
- Langanesbyggð Heimasíða Langnesinga
- Vefmyndavél Þórshafnarhöfn Vefmyndavél við höfnina á Þórshöfn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.