Héraðsflóaveðurblíða.

Frá síðasta bloggi er það að frétta að við fórum einn túr og fengum tvöhundruð tonn. Lönduð þeim hágæða makríl ísköldum á Þórshöfn. Fórum svo út aftur í gærkvöldi og erum nú á veiðum í Héraðsflóanum í logni og sól. Hiti hjá oss er einnig í hæstu hæðum. Eins og víða á norður og austurlandi. 

2012-08-09 14.22.03 

Þetta hvíta á himninum eru einu skýhnoðrarnir sem sáust á hvelfingunni í dag.  

2012-08-09 14.34.40 

694 Grömm. Meðaltalsvigt á Héraðsflóamakríl. 

2012-08-09 14.42.01 

Þetta er félagar makrílsins á vigtinni. Fallegir í sólskyni

2012-08-09 14.24.36 

Horft fram dekkið. Nú er það grámálað. Ekki lengur grænt. En í gamla daga var sagt að karlar á kútterum Íslenskum hefðu haft með sér torfu af túninu heima til að standa á uppá dekki er þeir köstuðu af sér vatni. Annars var hætt við að þeir fengju þvagstíflu. Um einn mjög svo orðljótan úr Skagafirði var ort.

Hélt á vænum völsungi

vondar bænir þyljandi

stóð á grænum grundvelli

gula sprænu framleiddi. 

En eftir að farið var að mála þilför græn þá hættu menn að hafa með sér torfusnepil.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Starfsmannafélagið Gullmolinn

Höfundur

Starfsmannafélagið Gullmolinn
Starfsmannafélagið Gullmolinn
Blogg Gullmolans starfsmannafélags áhafnar Þorsteins ÞH 360 frá Þórshöfn. Netfang gullmolinn360@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...img_7064
  • ...img_7079-1
  • ...img_7063
  • ...img_7075
  • ...912_1213644

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Spurt er

Hverjir verða Englandsmeistarar
Á kokkurinn að hafa saltfisk laugardögum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband