Laugardagur, 15. september 2012
Rauðáta og those idiots in Brussels
Frá því er síðast var bloggað þá erum við búnir að vera á tvílembing. Fyrst með Júpíter og síðan með Álsey. Júpíter er búinn að landa á Þórshöfn og er að fara að toga með Álsey. En við erum á leið til Þórshafnar með fínan afla. Mest síld. Fína síld. Það er eitthvað af rauðátu á svæðinu sem sést á því að hún kemur í talsverðu magni í sjósíur hjá oss.
Svo kvu eitthvert apparat (Evrópuþing!) niður í henni Evrópu vera búið að samþykkja að veita fólki sem enski blaðamaðurinn Peter Oborne kallaði í sjónvarpsþætti hjá BBC "Those idiots in Brussels"leifi til að setja löndunarbann á íslensk skip. Og Færeysk. Vegna þess að við mötum makríl á rauðátu og fleira góðgæti. Gerum hann stóra og feitan. Og auðvitað veiðum við hann svo. Enginn smá glæpur það. En það finnst vinum vorum og frændum í Noregi, Írlandi og Skotlandi.
Þetta er Kollfirðingur. Færeyskur bátur á vigtartorgi á Heimaey.
Um bloggið
Starfsmannafélagið Gullmolinn
Tenglar
Skip
- Álsey VE 2 Álsey frá Vestmannaeyjum.
- Guðmundur VE Ný bloggsíða hjá Guðmundi VE
- Hákon EA Hákon frá Grenivík
- Huginn VE Huginn frá Vestmannaeyjum
- Ingunn AK 150 Ingunn af Skaganum
Upplýsingar
- Hvar eru skipin Automatic Identification System
- Akureyrarhöfn Upplýsingar um Akureyrarhöfn
- Ísfélag Vestmannaeyja Heimasíða Ísfélagsins
- Langanesbyggð Heimasíða Langnesinga
- Vefmyndavél Þórshafnarhöfn Vefmyndavél við höfnina á Þórshöfn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.