Komnir til Eyja

Það gekk nú bara vel að fiska í þessum túr og komum við til Eyja um miðjan dag í dag með nánast fullt skip en það ætlaði að ganga erfiðlega að fá í síðustu körin en hafðist svo á endanum.Við bíðum svo bara spenntir eftir að fá okkar aðal kramskónga um bor en þeir koma á morgun..

007.jpg

Þá er þessi gramsari að yfirgefa okkur 

en það koma bara aðrir í staðinn

011_1075084.jpg

Hérna er svo mynd af Manna lánsmanni af Villanum

sem er auk þess púllari

002_1075087.jpg

Alli einbeittur á svip að hífa einhvern helling inn


1 apríl

komið þið sæl og blessuð við fórum á sjó á mánudaginn og náðum okkur í  nokkur karfa kör (ker) og lönduðum þeim á fimmtudaginn og fórum út samdægurs og byrjaði nú veiðin rólega en er svona heldur á uppleið.Hér hefði verið gaman ljúga einhverjum aflafréttum í tilefni 1 apríl en við sleppum því við erum svo strangheiðarlegir....

009.jpg

Þarna eru þeir pizzabræður á stjór

011_1074375.jpg

Þetta er fallega vaktin að þeirra eigin sögn

002.jpg

Þar sem að þessi er í fríi þá birtum við mynd af honum því hann 

var í keppninni janúar febrúar og mars mottukeppninni. Er til

fallegri motta ? takið sérstaklega eftir rótinni.hahha

 


Saltari í hádeginu.

Í dag, þennan fagra lagardag. Bauð hæstvirtur herra háyfirbryti uppá saltara í hádeginu. Laugardagssaltarann. Fiskirí hefur verið gott frá síðast bloggi og best að láta nokkrar myndir tala sínu máli.

Tvö troll 001

Troll á innleið.

Tvö troll 004

Belgir og pokar.

Tvö troll 008

Pokarnir. Fullir af stórum og fallegum fiskum.

Tvö troll 020

Annað sjónarhorn.

Tvö troll 026

Bakborðspokinn kominn inná dekk.

Tvö troll 012

Og stjórnborðspokinn lagður af stað upp í skutrennuna.

Tvö troll 014

Fiskur á leið úr poka í móttöku.

 


Fimmtudagskvöld.

Við fórum frá Eyjum kl.1600 á þriðjudag. Og köstuðum skömmu eftir kvöldmatinn. Veðrið er búið að vera eins og það getur best verið á þessum árstíma. Hægviðri og hiti í plús tölum. Já og fiskirí ágætt.

Fimmtudagsblogg 006

BB pokinn kominn inn og SB pokinn bíður við rennuna.

Fimmtudagsblogg 008

Þorleifur með einn bláan í bláu höndunum.

Fimmtudagsblogg 016

Stebbi G  að aka kerum á sinn stað.

Fimmtudagsblogg 014

Sá guli alltaf lang flottastur.

Fimmtudagsblogg 007

Hráefni í hágæða lýsi. Eða bara borða með gæðahrognum. Hrogn og lifur er súperfæða.

 


Sunnudagsblogg.

Af oss er allt gott að frétta. Veðrið gott og sama er með fiskirí. Halo 

Tengidósir 009

Bland í poka.

Tengidósir 022

Þorskurinn stór og vel haldinn. Og hér er verið að ísa þann gula.

Tengidósir 019

Ufsinn er líka vel alinn.

Tengidósir 024

Hráefni í kavíar.


Ofurmáni veður í skýjum á laugardagskvöldi.

Þennan fagra laugardag bauð hæstvirtur herra háyfirbryti uppá gæða saltfisk. Með nýbökuðu rúgbrauði og öðru tilheyrandi. Og nú veður ofurmáni í skýjum. Oss gengur vel að fiska í þessu blíða veðri hér suður undan Grindavíkinni.

011

Bakborðspokinn á leið í skutrennuna.

018

Kóngafiskur er gæðafæða.

025

En eitt sýnishornið.

Ofurmáni 001

Misheppnuð mynd af ofurmána vaðandi í skýjum. En betra er illt að gera en ekkert, svo segir gamalt og gott  máltæki.


Byrjaðir á botntrolli.

Við lönduðum síðasta loðnu aflanum þann tíunda. Svo var farið í að skipta um veiðarfæri. Loðnunót og tilheyrandi tekið í land og botntrollin sett um borð.. Síðan var farið í smá frí. Og komið aftur til Eyja í gærkvöldi og farið út um miðnættið. Við köstuðum í morgunsárið og er afli viðunandi.

Eftir loðnu 2011 004

Verið að hífa pokann upp úr rennunni.

Eftir loðnu 2011 006

Sýnishorn af afla vegið. 1533 grömm.


Á leið í land til að landa.

Við fórum frá Reykjavík kl. 2200 á mánudagskvöld. Og höfum í gær og dag náð um níuhundruð rúmmetrum af loðnu. Og er ætlunin að landa í Vestmannaeyjum á morgun. Síðan verður skipt yfir á botntroll.

Vertíðarlok 002

Síðasta kastið.

New folder 206

Nú kvu vera byrjaður mottumarz. Þessi á myndinni er ekki með jafn flotta mottu og landsliðsþjálfari Þjóðverja í handbolta. En strákarnir okkar unnu Þjóðverja í frábærum handboltaleik fyrr í kvöld. Og S.A Víkingar urðu Íslandsmeistarar í íshokkí í gærkvöldi.


Bræla

Við fórum frá Eyjum um miðnætti á föstudag. Náðum einu kasti á laugardagskvöldið. Lítill afli og það var komið leiðinda veður. Þannig að við leituðum vars í borg óttans. Þar liggjum við við Ægisgarð og látum fara vel um okkur.

Útsýn frá Ægisgarði.

Borg óttans 003

Þetta er Harpa, menningarhúsið við höfnina. Mikið listaverk, eins og sést.

Borg óttans 002

Harpan, og við gömlu togarabryggjuna liggja varðskip. Bak við varðskipin sér í seðlabankann. Svo er þarna gamla Akraborgin sem nú heitir Sæbjörg og þar um borð er slysavarnaskóli sjómanna. Þjóleikhúsið og Hallgrímskirkjuturn sjást bera við himin í baksýn.

Borg óttans 007

Fagrabergið frá Fuglafirði komið hér líka í var.

 


Bíðum færis norðan við Snæfellsnes

Við fengum ágætis afla inn á Faxaflóa í gær en svo fór nú veðrið að stríða okkur enn einn ganginn og þá sigldum við norður fyrir Snæfellsnes og núna er bara bræla og ætlum við að bíða og sjá hvort að það lægi ekki eitthvað í dag svo við náum að kasta eitthvað í dag.Menn eru nú að verða þreyttir á þessum stanslausu brælum sem herja á okkur þessa dagana en við vonumst eftir betri tíð og að vindurinn fari að detta niður þó ekki væri nema niður fyrir 20/m.sek...

picture_414_1066046.jpg

Þessi mynd er frá því á landleið í síðasta túr

picture_420.jpg

Svona er veðrið fyrir utan Hellissand í morgun

picture_418.jpg

Múkki og Guðmundur VE í morgunsárið

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Starfsmannafélagið Gullmolinn

Höfundur

Starfsmannafélagið Gullmolinn
Starfsmannafélagið Gullmolinn
Blogg Gullmolans starfsmannafélags áhafnar Þorsteins ÞH 360 frá Þórshöfn. Netfang gullmolinn360@gmail.com
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...img_7064
  • ...img_7079-1
  • ...img_7063
  • ...img_7075
  • ...912_1213644

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Spurt er

Hverjir verða Englandsmeistarar
Á kokkurinn að hafa saltfisk laugardögum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband