Löndun í fyrramálið

Þá er þessi túr að enda. Við löndum í Vestmannaeyjum í fyrramálið. Það er búið að vera gott veður allan túrinn, líka ágætis fiskirí. Og svo kvu Landeyjahöfn vera að opnast. Loksins. Vonandi verður séð til þess, af þar til gerðum yfirvöldum að höfnin haldist opinn í framtíðinni. Það er nú árið tvöþúsund og ellefu. Og tækni til að dæla sandi er ekki ný af nálinni. Það ættu kannski einhverjir að skammast sín.

Sigla himinfley 003

Alli og Þolli hátt uppi. Að skipta um kranablökk.

Sigla himinfley 017

Þetta skip heitir Poseidon. Var eitt sinn skuttogari og hét þá Harðbakur. Er núna D.P. skip og hefur verið að skoða botninn við vestur Grænland og rannsaka hvort þar væri hægt að fara að bora og leita að olíu. Og nú kvu borpallurinn Leifur Eiríksson vera á leiðinni til Grænlands í olíuleitarborun. Vonandi er að Leifur finni olíu, en eins og allir vita fann hinn eini sanni Leifur Eiríksson Vínland hið góða fyrir þúsund og ellefu árum.


Fyrsti maí.

Frá síðasta bloggi er það helst að við fórum út á mánudagskvöld og fórum á bankann og tókum einn stuttan túr. Og lönduðum á fimmtudag svipuðum afla og túrnum á undan. Fórum svo út eftir kvöldmatinn. En því miður var vélin að stríða okkur svo við fórum aftur til Eyja til að laga gripinn. Fórum síðan út á föstudag kl 1900. Og erum að fiska á miðum austan Eyja.

Taka tvö 010

Verið að ísa bláa fiska í rauðu keri með hvítum ís. Allt í fánalitunum í tilefni dagsins.

Taka tvö tvö 005

Verið að leysa frá pokanum.

Taka tvö tvö 009

Gamli góði pokahnúturinn er ekki lengur notaður (sennilega kominn á elliheimili) heldur er heklað fyrir pokann.

Taka tvö tvö 013

Í tilefni dagsins kemur hér mynd af stefni skipsins.

Vegna tæknilegra truflana þá er myndatextarnir ekki í réttum lit og staðsetningu. Og biðjum við forláts á því.


Löndun

Það var ákveðið að landa úr skipinu í dag. Um 160 kerum. Menn fóru í golf í gær og dag.

Annar í páskum 2011 007

Sigurður og Óðinn tóku einn hring. Siggi sagði að ekki mætti gleyma að segja frá hver hefði haft betur. Því reikna ég með að hann hafi haft vinninginn. Annars hefði hann ekki sagt þetta.

Annar í páskum 2011 004

Það er mjölskip hér í höfninni. Með þá furðulegustu brú sem sést hefur. Stendur hún á einum stöpli og stöguð niður.

Annar í páskum 2011 005

Sannkallað furðuverk. Eins gott að þessi dallur fá ekki á sig brot.

Annar í páskum 2011 003

Hér erum karlar að skoða eitthvað mjög svo athyglisvert.


Bræla.

Það fór nú þannig að veðurspáin rættist og það er komin skítabræla. Við erum nú við Eyjar og hér koma veðurupplýsingar.

Afmæli í brælu 007

Eyjamynd.

Afmæli í brælu 010

Vindhraði 30 m/sek. Fór í 40 í hviðum.

Afmæli í brælu 005

Þorskar á færibandi.

Svo er hér afmælisfrétt dagsins.

Afmæli í brælu 012

"Hann á afmæli hann Snæþór,

Hann á afmæli í dag."

Héðinsfjörður 013

Og smá páskagetraun. Hvaðan er þessi mynd?


Annar í sumri á Selvogsbanka.

Í gær, sumardaginn fyrsta þá opnaðist hér á bankanum hólf. Sem var lokað meðan fiskar voru að hrygna. Fæðingarorlofi fiska lauk sem sagt klukkan tíu í gærmorgun á þessum stað. Og þá köstuðum við. Veður er ágætt sem og fiskirí. En samkvæmt veðurspá þá mun Kári blása hressilega á oss á morgun. Vonandi rætist spáin ekki.

Páskar 1 2011 012

Gunni lyftarstjóri staflar kerum í lestina.

Páskar 1 2011 010

Kerin komin á sinn stað.

015

Þangskipið Grettir frá Reykhólum. Hét áður Fossá frá Þórshöfn og veiddi þá skel. Mikið breytt.


Ufsi

Við fórum út klukkan ellefu á þriðjudagsmorgni. Fórum austur, á miðin sunnan Öræfasveitar. Þar voru tekin nokkur ufsahol. Í kaldaskít. Erum nú að kippa og fer veðrið ört batnandi.

Hér áttu að koma nokkrar myndir en vegna tæknilegra örðuleika verða þær að bíða næstu færslu.

 


Komnir á miðin

Við lögðum af stað á hafið kl 1 e h og dóluðum austur á grunnin og köstuðum um kvöldmatarleitið svo er bara að vona það besta.Það er nú ekki hægt að segja að hún sé okkur hagstæð veðurspáin næstu daga því það spáir sunnanáttum næstu daga.En við erum víkingar og munum því berjast.Við hendum svo myndum inn fljótlega og eitthvað markvert gerist..over and out..

Komnir til Eyja

Það skall á okkur enn ein brælan í dag og var vindmælirinn rokkandi í kringum 30m í dag og var því ákveðið að nota bræluna til að landa og verður það gert í fyrramálið..

Ágætis veður

Veðrið núna í augnablikinu er skaplegt  en það er víst ekki langt í næstu brælu.við kipptum í nótt og erum núna að reyna við karfa og vonandi gengur það bara vel.Svo viljum við bara minna alla á að kjósa í dag og nota kosningarétt sinn og kjósa rétt .Við kusum flestir utankjörfundar í eyjum síðast...

001_1075809.jpg

Náðum okkur í slatta af þorski í gær.Sjáið kónginn

hann stjórnar öllu á dekkinu eins og kóngum sæmir

003.jpg

Yfirstýrimaðurinn að vanda sig en

hárgreiðslan mætti vera betri


Bræla bræla

Við lönduðum í eyjum í gær góðum afla og fórum svo út eftir að hafa haft mannaskipti.Við erum búnir að taka tvö hol með misjöfnum árangri enda ekki við miklu að búast í svona veðri en það hefur aldrei hvesst það mikið að það lægi ekki um síðir..Í þessum rituðu orðum erum við með trollið  innanvið enda alveg haugabræla

001.jpg

Mynd tekin úr brúnni  (haugasjór)

007_1075411.jpg

Eins og sést þá  rokkar vindmælirinn frá 25 

og upp í 30 m/sek


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Starfsmannafélagið Gullmolinn

Höfundur

Starfsmannafélagið Gullmolinn
Starfsmannafélagið Gullmolinn
Blogg Gullmolans starfsmannafélags áhafnar Þorsteins ÞH 360 frá Þórshöfn. Netfang gullmolinn360@gmail.com
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...img_7064
  • ...img_7079-1
  • ...img_7063
  • ...img_7075
  • ...912_1213644

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Spurt er

Hverjir verða Englandsmeistarar
Á kokkurinn að hafa saltfisk laugardögum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband