Löndun á Þórshöfn

Við náðum okkur í góðan afla í faxaflóa og erum í þessum töluðu orðum að landa á þórshöfn og það verður búið núna seinnipartinn.Það berast fréttir af loðnu núna víða og er það bara vonandi rétt.Við erum að þrífa og pödduhreinsa lestirnar um leið og þeir eru búnir að landa því það á víst að taka í hrogn næst.Svo við vonum bara að það verði góð veiði áfram.....

picture_409.jpg

Verið að þrífa og pödduhreinsa lest

 

picture_412.jpg

Það var lágskýjað í Lónafirði í morgun

picture_411.jpg

Ein mynd handa Guðrúnu Ágústu


Komnir til Eyja

Það tókst að fá í dallinn í morgun og  lögðum við af stað til Eyja rétt fyrir hádegi. Við komum til Eyja um 7 leitið í kvöld og var strax hafist handa við að landa. Við erum með vinnsluloðnu í fimm lestum og hitt fer svo í grút.Það er svo bara gleðiefni að bræðslufólk hætti við verkfallið svo við getum haldið áfram veiðum ótrauðir

Á Þórshöfn

Við erum að landa á Þórshöfn.
Og í beinni á "http://157.157.77.163:8080/view/index.shtml" ef þið viljið horfa á okkur.

Á leið til Þórshafnar.

Um kl. átta í morgun vorum við búnir að fylla allar lestar af hráefnum, bæði fyrir frystihús og bræðslu. Síðan var lagt af stað til Þórshafnar og við verður þar til löndunar í fyrramálið. Það hefur verið hið ágætasta ferðaveður.

Fyrsta loðnan 2011 012

Korkateinninn. Ekki lengur úr korki heldur einhverju töfra gerviefni.

Fyrsta loðnan 2011 013

Nótin dreginn.

Fyrsta loðnan 2011 025

Börkur frá Fjarðabyggð.


Skarðsfjara.

Við fórum frá Eyjum um kl. 0415 og köstuðum milli níu og tíu í morgun. Það er búið að vera ágætis veður í dag en samt leiðinda sjólag eftir bræluna. Og svo eru hér áætlun um hvar eigi að landa. Plan A: Landa á Þórshöfn. Plan B: Landa í Eyjum.

Skarðsfjara 006

Gunni og Stjáni.

Skarðsfjara 007

Axel og Stebbi Hill.

Skarðsfjara 008

Þorleifur og Jón.

Skarðsfjara 005

Stebbi G ásamt einum sem ekki vill láta nafns síns getið.

Skarðsfjara 011

Nótaskúffan að fyllast.

 


Rok og rigning í Eyjum.

Við komum til Eyja um sexleitið í morgun. Þá var byrjað að landa vinnsluaflanum. Eftir hádegismatinn var byrjað að landa þeim afla sem fer í bræðslu og var þá landað samtímis í vinnslu og bræðslu. Er leið á daginn fór Kári að láta til sín taka. Semsagt  rok og rigning. Ekta Eyjaveður.

Vindhraðamælir 001

Vindhraði var frá 23 m/sek.

Vindhraðamælir 003

Uppí 29 m/sek.

Tengidós á vakúmlöndunarfjarstýringu 001

Veðurbarðir löndunarkarlar.


Á leið til Eyja.

Við fórum frá Þórshöfn kl. 0830 í gær. Og byrjuðum veiðar í morgunsárið. Við vorum komnir með skammtinn okkar um kvöldmataleitið.  Enduðum svo með því að dæla afgangi frá okkur yfir í Guðmund. Verðum svo í Eyjum í morgunbyrjun.

Þriðji loðnutúr 011

Fagraberg frá Fuglafirði.

Þriðji loðnutúr 018

Faxi frá Reykjavík.

Þriðji loðnutúr 019

Korkurinn á kafi. 600 tonna kast.

Þriðji loðnutúr 022

Dæling.

Þriðji loðnutúr 023

Jón við vísindastörf.

Þriðji loðnutúr 024

Hæstvirtur herra háyfirbryti eldar LASAGNE.

Þriðji loðnutúr 025

Landsýn.

5. jan þórshöfn 005

Bræðslan á Þórshöfn.


Farnir frá Þórshöfn

Þeir voru ekki lengi að rykkja upp úr skipinu 1716 tonnum strákarnir úr löndunargenginu á Þórshöfn á meðan aðrir íbúar þorpsins gæddu sér á þorramat og renndu honum niður með íslenskum brennsa og öðrum göróttum drykkjum.Prinsinn var víst dyravörður og sá ekki víndropa á honum frekar enn fyrri daginn.Við notuðum tækifærið þegar við komum í land og gerðum við pokann svo nú sleppur ekki padda úr honum.Við verðum komnir á miðin í nótt og verðum vonandi fljótir að fylla....

Picture 400

Tveir alveg búnir á því

Picture 401

Verið að laga pokann

Picture 406

Þolli alltaf með bros á vör


Laugardagsblogg.

Við erum að sigla til Þórshafnar og verðum þar í kvöld. Til löndunar. Í gær köstuðum við nokkrum sinnum og  náðum að fylla allar lestar. Fengum líka slatta frá Álsey og Ásgrími Halldórssyni. Sem þeir áttu í afgang.

Loðnutúr tvö 018 

Verið að koma dæluslöngunni yfir í Álsey.

Loðnutúr tvö 013

Baldvin lagfærir loka í lensikistu.

Loðnutúr tvö 012

Þessi tedúkur kom uppúr tuskupoka. Sem á að innhalda afþurrkunarklúta fyrir vélaliðið. Eins og sést á textanum þá er þetta Írsk blessunarorð. Minna dálítið á kosningaloforð Danska framfaraflokksins hans Glistrup heitins. En hann lofaði hjólreiðarmönnum meðvindi og greiðri leið. Ásamt sól og blíðu. Bara kjósa rétt.

 

 


Smáfrétt.

 Hér koma myndir sem áttu að fylgja síðasta bloggi. En einhverra hluta vegna vildu þá ekki inn á síðuna. Við erum í Eyjum og vorum að landa 950 tonnum. Og förum  út klukkan sautjánhundruð.

Annar í loðnu 001

 Þetta er Aðalsteinn Jónsson frá Fjarðarbyggð.

Annar í loðnu 017

 Og Jón Kjartansson frá sama stað.

Annar í loðnu 004

Beitir, einnig frá Fjarðabyggð. Hét áður Serena frá Eyjunni grænu.

FES ofl 003

Bræðslan, FES. Í baksýn er hraun sem rann úr gosinu í Eldfelli 1973.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Starfsmannafélagið Gullmolinn

Höfundur

Starfsmannafélagið Gullmolinn
Starfsmannafélagið Gullmolinn
Blogg Gullmolans starfsmannafélags áhafnar Þorsteins ÞH 360 frá Þórshöfn. Netfang gullmolinn360@gmail.com
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...img_7064
  • ...img_7079-1
  • ...img_7063
  • ...img_7075
  • ...912_1213644

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Spurt er

Hverjir verða Englandsmeistarar
Á kokkurinn að hafa saltfisk laugardögum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband