Loðnuvertíð

Við fórum frá Eyjum eftir hádegi í gær, sunnudag. Og köstuðum í fyrsta skipti eftir kaffið í morgun. Það var ágætis veður í dag en eitthvað Kári aðeins að blása meira nú í kvöld.

Fyrsta loðnan 2011 003

Búið að kasta og karlar byrja að draga nótina.

Fyrsta loðnan 2011 026

Verið að gera klárt að dæla úr nótinni.

Hér áttu að koma fleiri myndir en eitthvað er tæknin að stríða oss þannig að þær koma síðar.


Þorri blótaður

Við blótuðum þorra um borð í þorsteini í kvöld og þótti það bara takast með ágætum.Það eina sem klikkaði var að Gunni Ásg gat ekki sett saman annálinn vegna anna í lestinni.Við stefnum svo á að skreppa norður annað kvöld og vera hjá spúsum okkar eitthvað fram yfir helgi .

Picture 396

Yfirbritinn Stebbi hill og Þorramaturinn góði

Picture 397

Menn að raða í sig og Rúnar klórar sér bara í hausnum

Picture 398

Meiri Þorrablótsmyndir

Picture 399

Gunni sýnir hér opnun á heimsmælikvarða


Á leið til Vestmannaeyja.

Við erum á leið til Eyja og löndum í fyrramálið. Við eigum svo að fara að veiða loðnu. Þannig að það verður byrjað strax að skipta um veiðarfæri og gera lestarnar klárar fyrir loðnuna. Hafró er búin að gera tillögu um aukningu á loðnukvóta. Vonandi fer viðkomandi ráðuneyti að tillögu Hafró og gefur út viðbótar kvóta á loðnuna. Ekki veitir þjóðarbúinu af því að fá auknar tekjur. Eftir að stjórnvöld klúðruðu 600 milljóna króna kosningum til svokallaðs stjórnlagaþings. Og eru sennilega komin á fullt með að skipuleggja hvernig eyða eigi öðrum 600 milljónum í aðrar kosningar. 

New folder 667

Þessi mynd er frá þeystarreykjum. Það mikla orkusvæði er enn óvirkjað.

 


Fyrsti sunnudagur á þorra.

Það eru rauðar hitatölur um allt land. Ekki eins og að þorri sé byrjaður með sínu fræga frosti á Fróni. Við erum komnir aðeins austar og erum að fá bland í poka eins og sést á fyrstu myndinni.

Þorratúr 003

Pokinn kominn inná dekk.

Þorratúr 012

Fiskurinn kemur úr mótökunni.

Þorratúr 010

Stebbi júníor sýnir okkur einn fagran þorsk.

Þorratúr 006

Tveir stórir og stæðilegir.

Og svo.

Upplýsingar fyrir þá sem nenna að lesa þær.

Vill einhver setja fisk í kar?

 1kar -s HK

• slím eða saurindi á nýbornum kálfi eða lambi

Eða kör?

1kör karar KVK • ellihrumleiki (sem veldur stöðugri sængurlegu)leggjast liggja í kör
nú er komið á kararendann áfyrir e-mñ
þ.e. hann á skammt eftir ólifað

kararmaður

Betra að nota ker. Úr plasti.

1ker -s, - HK1
• (misstórt) ílát (oft úr tré eða leir)leirker
baðkerskáldamál
í kenningum:
kerstraumur ölkerlögur Bölverks skáldskapur2
• kringlóttir flóapollar
mikið gras í kerunum• djúpur pyttur eða hylur
3
jarðfræði
• eldstöð mynduð við sprengigos en án upphleðslu á gígbörmunum

Kerið í Grímsnesi

Heimild: Íslensk tölvuorðabók. 

 

 


ÞORRATÚR.

Nú á bóndadag, fyrsta dag Þorra er hvergi frost á Fróni. Við fórum frá Eyjum í gær og köstuðum eftir miðnættið. Við erum nú í góðu veðri og og engin hætta á að frjósi í æðum blóð eins og kveðið var um forðum. Og hér koma nokkrar myndir af bóndadagsaflanum.

Bóndadagur 003

Fögur og vel haldin ýsa.

Bóndadagur 001

Alltaf fagur ufsinn.

Bóndadagur 010

Sá guli er alltaf flottur.

Bóndadagur 005

Kóngafiskur.

Bóndadagur 008

Skötuselurinn brosir sínu blíðasta.


Brælutúrinn á enda

Það er nú að verða stund síðan það var bloggað síðast en nú skal gerð bót á því.það sem er helst að frétta er að við lönduðum um 70 körum á Eskifirði um daginn og og fórum svo á hafið aftur og það er búin að vera nánast stanslaus kaldaskítur og leiðindi þennan túrinn en við erum núna á leið til Vestmannaeyja og verðum þar í nótt og svo er löndun í fyrramálið.Það verða töluverð mannaskipti  núna því sumir eru að verða búnir á því og koma menn í þeirra stað.Við fengum þennan líka myndarlega hákarl í túrnum og látum við mynd fylgja með af honum....

Picture 387 

Hákarlinn stórmyndarlegi      

Picture 383

Einstök mynd: Óðinn með slátrið uppi í sér


Fyrsti túr ársins

Gleðilegt nýtt ár allir nær og fjær.Við Þorsteinsmenn komum suður 2 Janúar og fórum á sjó rétt fyrir miðnætti og tókum 3 hol en árangurinn var svo sem ekkert til að hrópa húrra fyrir en það skánar vonandi.Það bilaði svo mótor við færibandið í lestinni. Og svo brann yfir eitthvað rafmagnsdót og þurftum við að fara til Eyja og láta laga það og nú erum við bara að bíða af okkur brælu því það fer hratt yfir lognið í Eyjum núna.Við vonumst til að komast á hafið í kvöld............kv..

Komnir í jólafrí

Við vorum ekki lengi að fylla skipið af ufsa og þar sem að það spáir brælu næstu daga er áhöfnin á Þorsteini komin í jólafrí og viljum við nota tækifærið og óska öllum landmönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.Það kemur svo nýtt blogg á nýju ári....

Jóla Jóla

Við fórum frá Vestmannaeyjum milli kl 3 og 4 í gær og var ætlunin að bíða af sér bræluna en það er leiðinda veður ennþá.Eða eins og Eyjamenn  segja þá fer lognið hratt yfir þessa stundina.Við erum búnir að taka eitt hol með sæmilegu árangri miðað við veður og vinda en við setjum inn myndir þegar eitthvað krassandi fer að gerast..bestu kv....

Við á leið í land

Þá erum við búnir að fylla skipið og siglum til Vestmannaeyja eins  og enginn sé morgundagurinn.Alli smeygði sér í bláu hanskana og það var ekki að sökum að spyrja hann  var ekki lengi að fiska í körin.Við verðu í Eyjum um miðnætti og svo er löndun í fyrramálið.Over and out....

picture_380.jpg

Mynd frá því fyrr í túrnum

picture_381.jpg

Baldvin vill núna láta titla sig LESTARSTJÓRINN

picture_378.jpg

Axel var að monta sig að hafa ekkert dottað í síðasta

túr en bloggarinn var bara búin að vera 2 tíma um borð 

þegar þessi mynd var tekin haha


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Starfsmannafélagið Gullmolinn

Höfundur

Starfsmannafélagið Gullmolinn
Starfsmannafélagið Gullmolinn
Blogg Gullmolans starfsmannafélags áhafnar Þorsteins ÞH 360 frá Þórshöfn. Netfang gullmolinn360@gmail.com
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...img_7064
  • ...img_7079-1
  • ...img_7063
  • ...img_7075
  • ...912_1213644

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Spurt er

Hverjir verða Englandsmeistarar
Á kokkurinn að hafa saltfisk laugardögum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband