Á ufsaveiðum

Þá erum við búnir að taka nokkur hol og reyna að fá ufsa en frekar er hann nú tregur en þó aðeins  að skána.Annars er bara allt gott að frétta héðan af Þorsteini og menn svona aðeins að komast í jólagírinn...jóla jóla

 


Höldum til hafs

Þá er búið að rétta hlutina af og við lögðum af stað kl 4 í dag.það voru töluverð mannaskipti núna og erum við búnir að endurheimta skipperinn okkar aftur hann Hörð eftir veikindi og kemur hann örugglega ferskur til leiks.Þá dreymdi einn skipverja að hann sæti á lundanum og bara fullir bjórar á borðinu hjá honum.Draumglöggur maður réð þennan draum þannig að við fengjum sennilega í öll körin í túrnum svo er bara að vona að þessi draumur rætist.En við komum með nánari fréttir þegar hlutirnir fara að gerast.....


Búnir að fylla öll ker.

Við erum búnir að fylla öll kerin og erum á leið til Eyja. Þar verður landað í fyrramálið. Það er búið að vera fínasta veður í dag, hægur vindur og sól.

Ísafjörður og fl 011

Gott veður til sjós.

Ísafjörður og fl 025

Þessi mynd er tekin frá Bolafjalli ofan Bolungavíkur og sér yfir djúpið. En þar hafa skip oft leitað vars er veður gerast válind á vestfjarðamiðum. Á hótel Grænuhlíð.

Ísafjörður og fl 026

Þessi stóra kúla er uppi á Bolafjalli. Og hýsir ýmsan búnað Ratsjárstofnunar.W00t


Alli á afmæli í dag.

 Við erum komnir á miðin suður af Öræfum. Í kaldaskít og tilheyrandi að reyna við bláa fiska.

Hann á afmæli hann Alli.

Alli 47 005

 Birthday Balloon Afmælisbarnið.  Birthday Candles 

Laugardagar eru saltfiskdagar til sjós.

Ísafjörður og fl 023

Gamla og góða sólþurrkunin á saltaranum.

Ísafjörður og fl 021

Þetta er líkan af henni Emmu VE. Þorskurinn sem hún veiddi hefur líklega verið saltaður og sólþurrkaður.






Heilagfiski

Við fórum frá Þórshöfn seint á mánudag og erum búnir að vera að fiska við austurlandið. Höfum verið að færast suður með ströndinni.

017

Það fékkst stór og myndarleg lúða í morgunholinu.

009

Ýsan komin í ker og bara eftir að ísa yfir efsta lagið.

010

Þorskker að fyllast.

 


Laugardagslummur.

Það er búið að vera fínasti gangur hjá oss frá síðasta bloggi. Gott veður og fiskirí. Það á svo að landa á Þórshöfn á mánudag. Í tilefni þess að búið er að setja upp þessa líka fínu vefmyndavél við höfnina á Þórshöfn sem sýnir nánast alla höfnina, aðeins vantar að sjá yfir smábátahöfnina. Þá er hér slóðin á myndavélina http://157.157.77.163:8080/view/index.shtml . Það er líka tengill í tenglaboxinu okkar "Vefmyndavél Þórshafnarhöfn".

Lummur 001

Hér er hæstsvirtur háyfirbryti að kenna sínum háttvirta aðstoðarmanni hvurssu lummur skuli bakast.

Lummur 004

Hér sést hvernig fyrsti lummubaksturinn tókstInLove

 


Loðnukvóti

Nú kvu Hafró leggja til tvöhundruð þúsund tonna byrjunarkvóta í loðnu. En hjá okkur er ekki mikið hægt að bæta við fréttir síðan í gær. Semsagt lítið að frétta. En þá.

Vöflur 001

Hæstvirtur háyfirbryti ásamt aðstoðarmanni í flottri skyrtu við vöfflubakstur.

Vöflur 005

Axel og Fúsi skera þorska sem ákafast.


Miðvikudagskvöld.

Síðasta mánudag lönduðum við 240 kerum á Þórshöfn. Fórum svo út aftur skömmu fyrir miðnættið. Heldur hefur verið rólegt fiskiríið. Og ýmis sýnishorn af veðrinu.

Vestmannaeyjahöfn 005

Þetta er sanddæluskipið Perla. Og Sigurður VE.

027

Tveir félagar og báðir í fríi.

 

 

 

 

 


Löndun á Þórshöfn.

Við erum lagðir af stað í land. Löndum á Þórshöfn í fyrramálið. Í dag hefur verið ágætt veður. Miðað við árstíma. Hægviðri og smá frost.

Síðasta holið í 1. hausttúr 008

Stroffan sett á belgina.

Síðasta holið í 1. hausttúr 009

Útsýnið aftur úr rennunni.

 


Laugardagskvöld.

Við fórum út um miðnætti á mánudag. Fyrst var verið að veiða við suður og suðausturströndina en síðan kippt á Austfjarðarmið. Og er búið að vera góður gangur hjá okkur síðan við komum hér austur fyrir. Þrátt fyrir frekar leiðinlegt veður.

009

Verið að ísa yfir kerið áður en að það er sett í stæðuna.

013

Hér er Gunni að setja þorskkerið á sinn stað.

030

Þetta er hann Gráni. Verður kæstur og snæddur á þorrablóti.

029

Ef vel er að gáð sést að hæstvirtur háyfirbrytinn brosir breytt þegar hann sér þorramatinn.

Smáa letrið.Því miður eru myndirnar fulldökkar. En vonandi sést hvað á þeim er.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Starfsmannafélagið Gullmolinn

Höfundur

Starfsmannafélagið Gullmolinn
Starfsmannafélagið Gullmolinn
Blogg Gullmolans starfsmannafélags áhafnar Þorsteins ÞH 360 frá Þórshöfn. Netfang gullmolinn360@gmail.com
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...img_7064
  • ...img_7079-1
  • ...img_7063
  • ...img_7075
  • ...912_1213644

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Spurt er

Hverjir verða Englandsmeistarar
Á kokkurinn að hafa saltfisk laugardögum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband