Tvílembingar á veiðum.

Við fórum frá Vestmannaeyjum klukkan tuttugu og tvö þrjátíu á þriðjudagskvöld. Nú erum vér á tvílembing með Álsey. Er álseyjan búinn að taka eitt hol og fá góðan afla. Er nú með annað holið. En vér eru í hlerahlutverkinu.

tvilembingar_1_2011_009.jpg 

Álsey að fara að hífa í fyrsta holið.

tvilembingar_2_2011_001.jpg 

Kastað öðru sinn.

tvilembingar_1_2011_016.jpg 

Hér er hann Ragnar. Af Langanesi.

Birgir bróðir hans er á Álsey. 

Annars eru þeir bræður víst á Júpíter. 

tvilembingar_2_2011_005.jpg 

Skytturnar okkar skjóta línu í áttinni að Álsey.

Svo kvu Össur  utanríkis ættla að kæra Evrópusambandið vegna makrílveiða vorra mörlanda. Kannski er karl farinn að fá sér aftur rauðvín eins og þegar hann bloggaði sem ákafast allar nætur. Landsmönnum til skemmtunar og yndisauka. Áfram Össur.


Jæja, þá kemur hér mánudagsbloggið.

Við komum til Vestmannaeyja klukkan nítjánhundruð. Með ágætis makrílafla. Og erum nú að landa sem ákafast. Á morgun verður svo skipt yfir á tvílembingstroll með Júpíter. Síðan farið austur fyrir land til að veiða og landað  á Þórshöfn við Lónafjörð. En Eyjamenn fara að halda sína árlegu þjóðhátíð. Og fara svo kannski í smá frí á eftir.

Síðasti makríltúrinn fyrir þjóðhátíð 006

Vinir vorir múkkarnir láta fara vel um sig.

Síðasti makríltúrinn fyrir þjóðhátíð 010

Ég náði svo góðri mynd af vorum hæstvirtum háyfirbryta. Honum Stebba Hill að ég verð að sýna ykkur hana.


Síðbúið laugardagsblogg

Vegna tæknilegra örðuleika þá kemur hér loks blogg sem sett var inn í byrjun síðasta túrs. Þetta er semsagt laugardagsbloggið. Og er beðist velvirðingar á þessum ruglingi.

Við kláruðum að landa og fórum út frá Vestmannaeyjum klukkan fimmtánhundruð. Í gær var mikið um að vera í Vestmannaeyjahöfn. Tvö skemmtiferðaskip og slatti af frökturum og fiskiskipum voru á ferðinni inn og út úr höfninni. Ásamt þjóðveginum Herjólfi og túristabátnum Víkingi.

Hafnartraffik 023

Hér er Lóðsinn að draga Skemmtiferðaskipið Princess Danae afturábak út úr höfninni. Best að segja eins og er að það er nú ekki alvanalegt að prinsessur séu dregnar út á afturendanum.

Hafnartraffik 007

 

Þjóðvegurinn og Víkingur á útleið. En virðast stefna inní hellinn.

Hafnartraffik 026

Fósturlandsins Freyja er flutt til Valletta. Hvar í veröldinni skyldi það nú vera?

 

 


Afmæli.

Hann Eyþór á afmæli í dag. Til hamingju með afmælið. Er þrítugur. Og fer á þrítugustu þjóðhátíðina sína um mánaðarmótin.

Eyþór þrítugur 014

Afmælisbarnið að lesa afmæliskveðjur á Fésbókinni.

Eyþór þrítugur 002

Makríllinn er duglegur að borða og er að þyngjast eins og sést á vigtinni.

Af oss er það að frétta að við verðum í landi í Vestmannaeyjum kl. 15:30 með ca. 350 tonn.


Komin tími á blogg

Jæja. það er komin tími á smá fréttablogg. Við fórum frá Vestmannaeyjum eftir hádegi í gær og erum nú að kroppa makríl í Grindjónadýpi. Það er rjómablíða, logn og hiti í tveggja stafa tölu.

002

Hér eru tveir múkkar að reyna að synda frammúr okkur.

005

Karlar að störfum.

004

Áhugamaður um útivist.

013

Hæsvirtur herra háyfirbryti fann loks not fyrir hárþurrkuna.


Komnir á hafið

Við lönduðum um 170 tonnum í síðasta túr og erum komnir á hafið aftur.Það voru mannaskipti síðast þannig að við erum með nánast nýja áhöfn núna.En það fiskast ekkert alltaf á nýja áhöfn en við vonum nú bara það besta.

005.jpg

Karlsson yfirskiljustjóri kynþokkafullur 

að vanda

007_1097573.jpg

Baldvin var í allan gærdag að tengja  og

koma fyrir nýju kaffikönnunni

og kunnum við honum bestu þakkir fyrir


Á leið til Eyja

Það hefur verið kvartað töluvert undan bloggleysi hjá okkur á Þorsteini og skal nú úr því bætt.En allt á þetta sér eðlilegar skýringar því myndavélin  hefur verið týnd og er það Baldvini að kenna því hún fannst niðri í vélstjóravaktklefa.Við erum semsagt á leið til Eyja með slettu og verðum þar um miðnætti og svo verður landað og farið út aftur.Við erum bara  eins og jójó milli hafs og Eyja.En aflabrögð mættu fara að taka sma kipp og við vonum bara það besta.......

016_1096805.jpg

Þetta dufl fengum við í síðasta túr

020_1096806.jpg

verið að taka trollið

013.jpg

Smá myndagetraun  hver á þennann

kúlurass ?????


Kvennadagur.

Nú kvu vera kvennadagurinn nítjándi júní. Í morgun komum við í land í Vestmannaeyjum og lönduðum ca. 70-80 tonnum. Fórum síðan út aftur eftir hádegið. Búnir að taka eitt hol. Nú er komið blíðuveður, logn og sólskin. Í gær laut Danskurinn vinur vor í gras fyrir litlu strákunum okkar. Á sínum heimavelli. Og samkvæmt fréttum frá sparkfréttamönnum þá eru Danskir ekki mjög ánægðir með sína menn. Vonandi halda litlu strákarnir okkar áfram að vinna Dani. Það er kominn tími á að hefna fyrir "fjórtán tvö". Á Parken.

Hallamál 005

Annað sjónarhorn.

Myndir handa Jóa o.fl 013

Krapi.


Fyrsti túr á makríl.

Við fórum út á þriðjudagskvöld í fyrsta makríl túr sumarsins. Og erum byrjaðir veiðar í góðu veðri á makrílmiðum.

An eitt stykki makríll. 013

Ég greip eitt stykk af handahófi til vísindamælinga. 560 grömm.

An eitt stykki makríll. 016

Fjörutíu og níu komma áttatíu og þrír millimetrar um belginn.

An eitt stykki makríll. 017

Þrjátíu og sex sentimetrar á lengd. Vísindastörfum lokið.

An eitt stykki makríll. 001

Karlar sauma saman belg og poka.  KarlasaumaklúbburCool.

An eitt stykki makríll. 010

Hvítu kollarnir okkar í einni röð á dekkinu.


Þjóðvegurinn ófær.

Þjóðvegurinn milli lands og Eyja er ófær, vegna hvers. Kannski aurbleytu. Eða einhvers annars. Nei Herjólfur er bilaður og því má segja að þjóðvegurinn sé ófær og lokaður. Og það kvu vera einkaleyfi á því að fara inn í Landeyjahöfn. Enginn, ég meina enginn nema Herjólfur má sigla inn um hafnarmynnið. Og ég sem hélt að það væri árið tvö þúsund og ellefu og einokun væri aflögð á landinu bláa fyrir löngu síðan.

PICT6125

Þetta er farþegaskip. Víkingur heitir það. Getur og má flytja fimmtíu farþega. Nema til Landeyjahafnar. Ekki einu sinni í logni eins og í kvöld.

PICT6121

Hér er mynd af Huginn VE að koma til hafnar með góðan afla. Myndin er tekin um kl. níu í kvöld. Í logni.

Norska hafró og fl 007

Þetta skip heitir Alpha. Og er frá Hafnarfirði. Hét eitt sinn Bergur. Frá Vestmannaeyjum.

Myndin er frá Akureyrarhöfn. ÚA bryggju.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Starfsmannafélagið Gullmolinn

Höfundur

Starfsmannafélagið Gullmolinn
Starfsmannafélagið Gullmolinn
Blogg Gullmolans starfsmannafélags áhafnar Þorsteins ÞH 360 frá Þórshöfn. Netfang gullmolinn360@gmail.com
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...img_7064
  • ...img_7079-1
  • ...img_7063
  • ...img_7075
  • ...912_1213644

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Spurt er

Hverjir verða Englandsmeistarar
Á kokkurinn að hafa saltfisk laugardögum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband