Hvítasunna.

Það skein sól á oss í Eyjum í dag. Hvít sól. Og handboltastelpur og strákar gerðu það gott í dag. Tryggðu sér keppnisrétt á heims og Evrópumótum. Til hamingju með það. Hér í Eyjum var keppt í sjóstangveiði og golfi. Eimskipa mótaröðinni ef ég hef tekið rétt eftir. Eftir kvöldmatinn þá fóru Snæþór og Birgir í labbitúr á golfvöllinn og léku slatta af holum.

PICT6105

Birgir slær upphafshögg á fyrstu braut.

PICT6113

Snæþór sýndi líka góða takta. Dalurinn hans Herjólfs í baksýn.

PICT6101

Þreyttir sjóstanga veiðimenn.

PICT6120

Drullusokkar MC fá sér kvöldkaffi í Skýlinu.


Föstudagur í Eyjum

Vinnan við yfirskiptin gengur samkvæmt áætlun. Í dag fengum við allskonar sýnishorn af veðri. En eftir kvöldmat komst regla á veðrið, sólin sýndi sig og Kári blés. Snæþór fór í golf og kúlurnar hans fuku um víðan (golf)völl. Og fóru seint og um síðir á sinn stað oní holurnar.

Alda Aldana eftir Einar Jónsson

Rétt hjá Landakirkju stendur þessi stytta. Alda Aldanna. Mikið listaverk eftir Einar Jónsson. Heimaklettur í baksýn.

Capital and tempel

Ketillinn úr gömlu lifrarbræðslunni sem brann fyrir ekki svo löngu síðan. Steinninn við hliðina er listaverk sem heitir Capital and temple. Því miður man ég ekki nafnið á listamanninum.

Jahá

Bíddu við, hvað á að varast? Blessuð börnin?


Skipt yfir á makrílveiðar.

Við komum til Eyja í nótt og lönduðum í morgun. Síðan var farið í að gera klárt fyrir makrílveiðar. Samkvæmt fréttum frá Skotlandi telur þar ein þingmannsnefna oss vera sjóræningja af verstu gerð fyrir það eitt að fiska makríl á okkar eigin heimamiðum. Og segir hann að vinir vorir Færeyingar séu líka sjóræningjar. . Og eftir kvöldmatinn fóru Birgir og hæstvirtur háyfirbrytinn hann Siggi Páls í golf. Í allsnörpum vindi með rokkviðum.

PICT6084

Hér Siggi kominn uppá bryggju og bíður spenntur eftir Bigga.

PICT6082

Eitthvað leiddist Sigga biðin og fór hann yfir á grasflötina hinu megin við bryggjudekkið að æfa hina einu sönnu sveiflu.

Norska hafró og fl 012

Þetta skip kom til Akureyrar um daginn og heitir Newfound Pioner og er frá Kanada. Fyrir nokkrum árum hét það Svalbakur EA 2 og var vor hæstvirtur háyfirbryti Siggi Páls þar meðal skipverja.


Aukning á þorskkvóta.

Jæja, þá kemur hér smá blogg. Samkvæmt fréttum þá á að auka þorskvótann á næsta fiskveiðiári. Og svo er bara spurning í hvernig pott aflaaukningin fari. Vonandi fer soðningin bara í venjulega pott á eldavélahellu en ekki í pólitískan úthlutunarpott.

Við fórum á hafið eftir hádegi á mánudag. Og löndum í eyjum í fyrramálið. Síðan verður skipt um veiðarfæri og farið veiða makríl og síld.

þorskur 001Makríll á vikt 002

Hér kemur mynd af þorski í trollpoka. Og makríl á vog. Vonandi verður makríllinn stór og stæðilegur í sumar eins og í fyrrasumar.


Sjómanndagshelgin

   Komið þið sæl og blessuð við komum í land í morgun með 282 kör og það er stefnt á að fara einn enn túr á botntrollið eftir sjómannadag.Við áhafnarmeðlimir á Þorsteini ætlum að vera í Eyjum um helgina og skemmta okkur ásamt okkar spúsum sem koma á morgun.Við vonum svo bara að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir um helgina og það rigni nú ekki mikið..er ekki alltaf annars blíða í Eyjum....


Farnir út

Jæja við lögðum af stað frá Eyjum kil 1600 í dag eftir góðan túr síðast.Við stefnum í karfa núna og við höfum fulla trú á að aflaklóin Hörður verði nú ekki lengi að fá í körin frekar en fyrridaginn.Það virðist allt verða að fiski þar sem kallin dýfir trollinu...

Löndun

Við komum í land rétt fyrir klukkan 6 í morgun með fullt skip eftir að hafa lent í öskufalli úr Grímsvatnagosinu.Það var landað úr okkur í morgun og við stefnum svo á hafið aftur kl 15 00 á morgun  að öllu óbreyttu og vonum að það verði sama stuðið á þeim í brúnni áfram eins og var í síðasta túr....

 oskufall005_2.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Klárir á leið út í öskuna

oskufall005_4.jpg

Verið að tína ánetjun úr trollinu

oskufall005_5.jpg

Gott hol losað niður í mótöku

 


Kannski síðasta blogg fyrir heimsendi ????

Við komum í land seinnipart síðasta þriðjd eftir góðan túr og það var nú meiri blíðan í Eyjum í inniverunni.Á meðan það snjóaði fyrir norðan og austan.Við grilluðum okkur í landi og sumir ætluðu í sund en þá þurfti nú endilega að vera lokað vegna viðhalds.Við fórum svo á sjó á fimmtudagskvöld og það er helst að frétta  að það er frekar rólegt yfir aflabröðum.Þess má svo geta að ástarpúngurinn hann Þórleifur Karlsson á afmæli í dag.Skrítið að eiga afmæli á heimsendadegi??...

 daela_007.jpg

Kokkurinn að grilla uhh nei drekka bjór

13_1.jpg

Hér er svo mynd af afmælis ástarpungnum

Karlssyni

daela_001.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er svo mynd af nokkrum laumufarþegum

úr síðasta túr sem höfðu ekkert annað að

gera en að skíta á skipið

 


Eurovision helgin

Það er helst að frétta héðan að við fórum á sjó á föstdagskvöldið og höfum verið í karfa og aflabrögð með ágætum.Það myndaðist gífurleg júróstemming um borð í gærkveldi og sumir misstu sig og þurftu hreinlega að taka verkjatöflur til að ná sér niður en Baldvin litli sefur núna eins og ungabarn sem betur fer..

007_1083733.jpg

Verið að losa úr pokanum eftir ágætis hol

002_1083735.jpg

Leitið og þér munið finna

ef að þessi kippir ekki í kynið(færið)

006_1083736.jpg

Hérna er svo mynd af manninum sem

missti sig yfir júrovision


Komnir aftur á hafið

Við komum til Eyja seinnipartinn á laugardaginn og sleppum landfestum um kl 21 og erum búnir að vera í karfa í dag en erum nú að fara að reyna við þann bláa.

006.jpg

Það hreinlega lekur af þessum kynþokkinn

010.jpg

Verið að losa úr pokanum

011_1082457.jpg

Snæþór og dansi Baldur að kósa sig

Næst koma myndir af fallegu bátsmanns 

vaktinni og þar ræður fegurðin ríkjum...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Starfsmannafélagið Gullmolinn

Höfundur

Starfsmannafélagið Gullmolinn
Starfsmannafélagið Gullmolinn
Blogg Gullmolans starfsmannafélags áhafnar Þorsteins ÞH 360 frá Þórshöfn. Netfang gullmolinn360@gmail.com
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...img_7064
  • ...img_7079-1
  • ...img_7063
  • ...img_7075
  • ...912_1213644

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Spurt er

Hverjir verða Englandsmeistarar
Á kokkurinn að hafa saltfisk laugardögum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband