Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 25. júlí 2012
Löndun í fyrramálið.
Við erum á síðasta holinu þennan túrinn. Förum síðan til Vestmannaeyja og löndum. Makríllinn er vel haldinn, alltaf að stækka og fitna. Semsagt allt í þessu fína.
Höfnin, byggðin og fleiri eyjar í baksýn.
Jæja, er þetta ekki bara nokkuð góð mynd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. júlí 2012
Makríll DNA
Við erum komnir með sjötíu tonn af góðum makríl. Þeir sem vilja vita hvar við erum er bent á viðeigandi vefsíðu. "marinetraffic.com". Svo segja fréttamiðlar að vísindamenn séu að rannsaka erfðamengi makrílsins okkar. Vilja jafnvel meina að hann sé ekki evrópskur. Og því eigi esb og nojarar ekkert í honum. Sem segir sig sjálft. Vér Mörlandar og frænur vorir Færeyingar, við eigum þann fisk sem vill koma í okkar sjó og fá sér eitthvað í gogginn. Og verða stór, feitur og sterkur af úrvals æti.
Nýmálaður.
Þetta er Blátindur. Vonandi verður þessi gamli vertíðar og síldarbátur gerður upp.
Fjárhirðirinn gáir til veðurs uppá bæjarhólnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 23. júlí 2012
Miðnæturblogg
Við komum til Vestmannaeyja klukkan fjórtán hundruð. Erum búnir að landa hundrað og fimmtíu tonnum. Fórum svo út aftur klukkan tuttugu og þrjú fimmtán.
Þarna siglir einhver inn.
Meira blogg á morgun. Vonandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 22. júlí 2012
Byrjaðir á makríl.
Jæja, það var víst 4. maí sem síðast var bloggað. En við erum búnir að vera í slipp í borg óttans og einnig hefur mikil viðhaldsvinna farið fram í Vestmannaeyjum. Við fórum frá Vestmannaeyjum klukkan níu í morgun og nú skal veiða makríl. Búnir að taka eitt hol og gekk það vel. Erum núna að fara að kasta aftur. Vonandi verður hægt að segja aflafréttir á morgun.
Þetta grjót er listaverk og heitir "Eyra á Eiði."
Friður í Friðarhöfn.
Hann Eyþór á afmæli í dag. Þrjátíu og eins. Til hamingju með það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 4. maí 2012
4. mai
Þá fer að styttast í þessum túr. Nokkur ker eftir tóm. Veður eins og best gerist. Enda komið sumar.
Landsýn. Sjáið jökulinn loga. Segir í gömlu og góðu dægurlagi. Langt síðan þessi jökull logaði. Vonandi langt í að hann logi aftur.
Stórfiskahol.
Pakksaddir matargestir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 3. maí 2012
3. mai.
Það er kominn tími á smábloggg. Ekkert verið bloggað síðan fimmtánda mars. Apríl blogglaus mánuður. Við fórum út að kvöldi fyrsta maí. Og fórum í austur og erum að trolla sunnan Vatnajökuls. Í blíðskaparveðri og fiskirí í góðu meðallagi. Aflinn er samansettur af eintómum vænum gulum og bláum fiskum. Ekkert sem heitir undirmál lengur í landhelgi Íslands. Svo kvu einhverjir vitringar hafa friðað lúðuna. Og svartfugla. Hvað ætli verði friðað næst.
Fyrir þá sem ekki vita hvaða fiskur þetta er, þá var þetta þorskur er hann lifði og synti í hafinu. En karlinn hann Óðinn segði að þorskur af þessari stærð væri talinn undirmálsfiskur í Lónafirði. Þar væri allt svo stórt.
Þá er þoskurinn á fyrri myndinni kominn á sinn stað í einangrað fiskiker og Stjáni að fara að kafísa hann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 15. mars 2012
Löndun ofl.
Við fylltum alla geyma af loðnu og fórum til Vestmannaeyja til að landa. Komum í land kl.0300 á þriðjudag. Biðum eftir að klárað væri landað úr Júpíter og Álsey. Færðum svo á löndunarbryggju og byrjuðum að landa kl. 0230 á miðvikudag. Löndun kláraðist kl 0130 í nótt og færðum við þá frá löndunarbryggju svo að Sigurður kæmist að í löndun. Semsagt mikið landað í Eyjum nú í lok vertíðar. Við eigum að fara einn túr enn og síðan verður skipt yfir á botntroll.
Heimaklettur í morgunsól.
Meiri morgunsól á kletta.
Dekkþvottur.
Ný sjónvarpskúla á uppleið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12. mars 2012
Fullfermi
Brælan gekk niður seinnipartinn í gær og við fórum út á flóann klukkan tuttugu. Fengum það sem á vantaði uppá fullfermi í þrem köstum. Og siglum nú sem ákafast í áttina að Vestmannaeyjum og verður þar um þrjúleitið í nótt.
Hér eru karlar á Bjarna Ólafs af Skaganum að leita að loðnu. Sem þeir fundu svo og köstuðu rétt hjá okkur.
Laugi á rannsóknarstofu skipsins við vísindastörf.
Stebbi G er áhugamaður um fjarstýringar, eins og sést.
Karlar í loðnutalningu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 10. mars 2012
Bræla
Við fórum frá Vestmannaeyjum klukkan þrettánhundruð í gær. Það var skítabræla er við fórum út. Köstuðum svo þrisvar í morgun í Faxaflóanum. En Kári fór að blása betur og við komum okkur í var utan við Keflavík. Erum þar í vari ásamt fleiri skipum. Samkvæmt veðurspá á víst að vera vitlaust veður um allt land og miðin í nótt og kannski lengur.
Vindhraði 20 m/sek er verið var að dæla úr nótinni í morgun.
Fylgst með dælingu.
Loðna, bjargvætturinn í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8. mars 2012
Sólgos.
Vegna sólgoss á á að vera mikið norðurljósasjóv í kvöld og nótt. Nú erum vér að landa í Vestmannaeyjum. Fullfermi af hrognafullri loðnu. Við fórum út í túrinn á mánudagskvöld. Fengum gefins afgang frá Júpíter og fylltum svo í þrem köstum. Það var skítabræla alla leiðina frá Breiðafirði til Eyja.
Hér er eitthvert skip í öldudal.
Og það var þá sjálfur Sigurður hreppstjóri sem kom uppúr öldudalnum.
Svo sigldi hreppstjórinn að oss og kastaði.
Fyrst var síðutogarinn Sigurður með einkennisnúmer ÍS 33, síðan RE 4 ef ég man rétt. Og nú VE 15. Og búið að breyta honum í nótaskip fyrir löngu síðan. En eitt hefur aldrei breyst og það er skorsteinsmerkið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Starfsmannafélagið Gullmolinn
Tenglar
Skip
- Álsey VE 2 Álsey frá Vestmannaeyjum.
- Guðmundur VE Ný bloggsíða hjá Guðmundi VE
- Hákon EA Hákon frá Grenivík
- Huginn VE Huginn frá Vestmannaeyjum
- Ingunn AK 150 Ingunn af Skaganum
Upplýsingar
- Hvar eru skipin Automatic Identification System
- Akureyrarhöfn Upplýsingar um Akureyrarhöfn
- Ísfélag Vestmannaeyja Heimasíða Ísfélagsins
- Langanesbyggð Heimasíða Langnesinga
- Vefmyndavél Þórshafnarhöfn Vefmyndavél við höfnina á Þórshöfn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar