Föstudagur, 27. júlí 2012
Löndun og gönguferðir.
Við lukum við að landa um þrjúhundruð og þrjátíu tonnum klukkan sautján hundruð. Í blíðskapa veðri. Nú bíðum við átekta og förum á hafið um hádegisbil á morgun. Laugardag. Nokkrir af áhöfninni fóru í labbitúr uppá bæjarhólinn og gáðu til veður og skipaumferðar. Og létu ekki þar við sitja heldur fóru líka á Klifið og Eggjarnar. Hlupum yfir Eggjarnar sagði einn þeirra. Aðrir sögðu að kannski hefði ekki verið hlaupið hratt yfir Eggjarnar en sagan væri betri þannig. Þessir áhugamenn um eyjarölt kalla sig nú Fjallabræður eins og gaulverjar nokkrir að westan. Ég veit að vísu ekki við hvaða fjöll okkar menn kenna sig.
Labbitúrasvæði Fjallabræðra. Myndin er tekin frá toppi bæjarhólsins.
Um bloggið
Starfsmannafélagið Gullmolinn
Tenglar
Skip
- Álsey VE 2 Álsey frá Vestmannaeyjum.
- Guðmundur VE Ný bloggsíða hjá Guðmundi VE
- Hákon EA Hákon frá Grenivík
- Huginn VE Huginn frá Vestmannaeyjum
- Ingunn AK 150 Ingunn af Skaganum
Upplýsingar
- Hvar eru skipin Automatic Identification System
- Akureyrarhöfn Upplýsingar um Akureyrarhöfn
- Ísfélag Vestmannaeyja Heimasíða Ísfélagsins
- Langanesbyggð Heimasíða Langnesinga
- Vefmyndavél Þórshafnarhöfn Vefmyndavél við höfnina á Þórshöfn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.