Sunnudagur, 5. ágúst 2012
Út á ný.
Það var fagur morgun í Lónafirði. Sól og logn. Ekki skýhnoðri á himni. Löndun lauk svo klukkan þrettán hundruð þrjátíu og var þá farið á hafið. Á sama tíma var Heimaey að koma í land með góðan afla. 400 tonn sagði mér einhver. Þessi einhver sagði líka að Heimaeyjarkarlar væru með heimþrá og ættluðu að reyna sem ákafast að komast í einhver brekkuhávaða á Heimaey. En ekki var nefnt á hvaða Heimaey.
Verið að landa.
Þetta er steinnökkvinn Bella Donna frá eyjunni grænu. Áhöfnin er einn karl. Írskur fiskimaður. Sótti sjóinn í fjörutíu og átta ár. Er að dunda sér við það í ellinni að sigla á þessum einstaka steinnökkva um heimsins höf. Var að koma frá Færeyjum og ætlar að hafa vetursetu á Ísafirði. En þar á karl vini í skútukarla hópi. Svo á næsta sumri, ef ég tóri sagði karlinn. Þá skal haldið til Grænlands. Og ef leyfi fæst hjá þar til gerðum yfirvöldum í Kanada þá skal reynt að sigla norð vestur leiðina til Alaska. En karl er fæddur í byrjum seinna stríðs og bara ansi sprækur.
Léttbáturinn er ekki úr steinsteypu, bara skúta sjálf. Eina skipið við Íslandsstrendur sem er gert úr steinsteypu. Svo fullyrti sá Írski.
Um bloggið
Starfsmannafélagið Gullmolinn
Tenglar
Skip
- Álsey VE 2 Álsey frá Vestmannaeyjum.
- Guðmundur VE Ný bloggsíða hjá Guðmundi VE
- Hákon EA Hákon frá Grenivík
- Huginn VE Huginn frá Vestmannaeyjum
- Ingunn AK 150 Ingunn af Skaganum
Upplýsingar
- Hvar eru skipin Automatic Identification System
- Akureyrarhöfn Upplýsingar um Akureyrarhöfn
- Ísfélag Vestmannaeyja Heimasíða Ísfélagsins
- Langanesbyggð Heimasíða Langnesinga
- Vefmyndavél Þórshafnarhöfn Vefmyndavél við höfnina á Þórshöfn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.