Út á ný.

Það var fagur morgun í Lónafirði. Sól og logn. Ekki skýhnoðri á himni. Löndun lauk svo klukkan þrettán hundruð þrjátíu og var þá farið á hafið. Á sama tíma var Heimaey að koma í land með góðan afla. 400 tonn sagði mér einhver. Þessi einhver sagði líka að Heimaeyjarkarlar væru með heimþrá og ættluðu að reyna sem ákafast að komast í einhver brekkuhávaða á Heimaey. En ekki var nefnt á hvaða Heimaey.

2012-08-04 12.52.21 

Verið að landa.

2012-08-04 21.17.15 

Þetta er steinnökkvinn Bella Donna frá eyjunni grænu. Áhöfnin er einn karl. Írskur fiskimaður. Sótti sjóinn í fjörutíu og átta ár. Er að dunda sér við það í ellinni að sigla á þessum einstaka steinnökkva um heimsins höf. Var að koma frá Færeyjum og ætlar að hafa vetursetu á Ísafirði. En þar á karl vini í skútukarla hópi. Svo á næsta sumri, ef ég tóri sagði karlinn. Þá skal haldið til Grænlands. Og ef leyfi fæst hjá þar til gerðum yfirvöldum í Kanada þá skal reynt að sigla norð vestur leiðina til Alaska. En karl er fæddur í byrjum seinna stríðs og bara ansi sprækur. 

2012-08-04 21.07.06 

Léttbáturinn er ekki úr steinsteypu, bara skúta sjálf. Eina skipið við Íslandsstrendur sem er gert úr steinsteypu. Svo fullyrti sá Írski. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Starfsmannafélagið Gullmolinn

Höfundur

Starfsmannafélagið Gullmolinn
Starfsmannafélagið Gullmolinn
Blogg Gullmolans starfsmannafélags áhafnar Þorsteins ÞH 360 frá Þórshöfn. Netfang gullmolinn360@gmail.com
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • ...img_7064
  • ...img_7079-1
  • ...img_7063
  • ...img_7075
  • ...912_1213644

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Spurt er

Hverjir verða Englandsmeistarar
Á kokkurinn að hafa saltfisk laugardögum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband